Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Síða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Síða 56
markmið. Það er aðili að alþjóðasamtökum slikra félaga, WFUNA í Genf, og norrænu félögin hafa með sér samvinnu í formi upplýsingamiðlunar og árlegra funda, svo sem áður er getið. Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi var stofnað í apríl 1948. Það átti því nýlega aldarfjórðungsafmæli. Fyrsti formaður þess var Ásgeir Ásgeirsson fyrrum forseti. Aðrir formenn hafa verið Ólafur Jóhannesson, Jóhannes G. Helgason rekstrarhagfræðingur, Ármann Snævarr, Gunnar Schram og nú Jóhannes Elíasson, flestir lögfræðingar. Svo er og um ritara og/eða fram- kvæmdastjóra þess, sem hafa verið Sigurður Bjarnason, Viihjálmur Árnason, Jón Magnússon, Guðrún Erlendsdóttir, Bjarni Beinteinsson, Þorsteinn Ingólfs- son og undirritaður laganemi, sem tók við því starfi um miðjan ágúst 1973. Guðmundur S. Alfreðsson SAMNINGAR B.S.R.B. Tímarit lögfræðinga hefur farið þess á leit við undirritaðan að gera í ör- stuttu máli grein fyrir helstu þáttum kjarasamnings Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og fjármálaráðherra, sem undirritaður var hinn 15. desember s.l. Áður en komið er að einstökum efnisatriðum samningsins er rétt að geta aðdraganda hans. Með lögum nr. 46/1973 var gerð sú grundvallarbreyting á samningsrétti opinberra starfsmanna, að í stað þess að BSRB færi eitt með samningsrétt- inn var heildarsamtökum þeim, sem fjármálaráðherra veitir viðurkenningu, veittur samningsréttur. Tvö heildarsamtök hafa nú fengið slíka viðurkenn- ingu fjármálaráðherra, þ. e. BSRB og Bandalag háskólamanna (BHM). Sú meginbreyting var einnig gerð með framangreindum lögum, að heildarsam- tökin gera aðalkjarasamning, eins konar rammasamning, þar sem kveðið er á um meginreglur til viðmiðunar um skipun í launaflokka, föst laun, vinnu- tíma, laun fyrir yfirvinnu, orlof og ferðakostnað, sbr. 5. grein. Þegar aðal- kjarasamningur hefur verið gerður, koma til einstök aðildarfélög heildarsam- takanna, sem skulu semja um skipan starfsheita og manna í launaflokka, sérákvæði um vinnutíma o. fl., sbr. 6. grein. Bæði heildarsamtökin sögðu upp gildandi kjarasamningi hinn 1. septem- ber s.l., og hefðu þær kjaradeilur átt að ganga sjálfkrafa til kjaradóms hinn 1. nóvember, þar sem þá höfðu ekki tekist samningar, en áður en íil þess kom var fresturinn framlengdur til 15. desember. Á siðustu dögum frestsins tókust samningar milli BSRB og fjármálaráðherra, en hins vegar náðist ekki samkomulag við BHM, og fór því sú kjaradeila fyrir kjaradóm. Um það má að sjálfsögðu deila, hvort æskilegt er, að samningsréttur opinberra starfsmanna skiptist milli tveggja eða fleiri heildarsamtaka, og ekki síst hvort sú skipting eigi að miðast við það, hvort viðkomandi ein- staklingar hafi háskólapróf eða ekki. Með framangreindri breytingu á kjara- samningalögum hlaut sú staða að geta komið upp, sem raunin varð á, þ. e. að önnur heildarsamtökin næðu samningum, en kjaradeila hinna færi fyrir kjaradóm. 54

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.