Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 30
stéttarinnar og sérstaklega íslensku lögfræðingafélaganna. Heitir stjórn þings- ins á lögfræðingastéttina að bregðast vel við óskum um liðsinni. Er það von hennar, að sem flestir íslenskir lögfræðingar taki þátt í þinginu og verði þar virkir. Sæmd íslenskrar lögfræðingastéttar liggur við, að vel takist til um þetta þing. I stjórn íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna eru þessir menn: Ármann Snævarr, hæstaréttardómari, formaður, Auður Þorbergsdóttir, borg- ardómari, Benedikt Blöndal, hæstaréttariögmaður, Björn Sveinbjörnsson, hæstaréttardómari, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, Hrafn Bragason, borgardómari, Jóhann Hafstein, fyrrv. forsætisráðherra, Ólafur Jó- hannesson, dómsmálaráðherra og Þór Vilhjálmsson, prófessor. i framkvæmda- nefnd eru auk formanns þeir Benedikt Blöndal, Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Hrafn Bragason. Framkvæmdastjóri þingsins er Birgir Guðjónsson, cand. jur., fulltrúi í Samgönguráðuneytinu. Eru menn beðnir að snúa sér til hans með fyrirspurnir út af þinginu eða til einhvers stjórnarmanna. islenskir lögfræðingar skulu segja til um þátttöku sína í lögfræðingaþinginu eigi síðar en 1. maí n. k., og verða notuð sérstök eyðublöð undir þátttöku- tilkynningar. Ég lýk þessum línum með því að heita á íslenska lögfræðingastétt að taka virkan og mikinn þátt í lögfræðingaþinginu og stuðla að því, að það verði landi og lögfræðingastétt til sóma. t Armann Snævarr UM FANGELSISMÁL Vorið 1973 samþykkti Alþingi ný lög um fangelsi og vinnuhæli, nr. 38/1973. Lögin eru að meginstofni til lög um ríkisfangelsi og vinnuhæli nr. 18/1963 og lög um héraðsfangelsi nr. 21/1961, sameinuð í ein lög, en ýmsu breytt og öðru bætt við. Samkvæmt nýju lögunum eru nú rekin hér á landi 4 fangelsi: Hegningar- húsið að Skólavörðustíg 9, Fangelsið Síðumúla 28, bæði í Reykjavík, Vinnu- hælið að Litla-Hrauni við Eyrarbakka og Vinnuhælið að Kvíabryggju á Snæ- fellsnesi. ! þessum fangelsum og vinnuhælum er rými fyrir 96 karla og 7 konur. Framantaldar stofnanir hafa allar starfað um árabil nema Fangelsið Síðu- múla 28, sem tekið var í notkun f september 1973 í húsakynnum þeim, er lög- reglan í Reykjavík notaði fyrir geymslu handtekinna manna, áður en lögreglu- stöðvarbyggingin við Hverfisgötu var tekin í notkun. i fangelsinu eru alls 18 eins manns klefar, og þar af eru 7 klefar á aðskildum gangi, sem sérstaklega eru ætlaðir til vistunar kvenfanga. Fangelsið er arinars eins og Hegningarhúsið fyrst og fremst ætlað fyrir gæsluvarðhaldsfanga svo og varðhaldsfanga. Forstöðumaður er Gunnar Guðmundsson, sem áður var varðstjóri í Hegn- ingarhúsinu og varðstjóri er Gunnar Marinósson, sem einnig starfaði áður í Hegningarhúsinu. Auk þeirra starfa þar 8 fangaverðir, þar af 2 konur. Þegar ákveðið var að taka húsnæðið í Síðumúla 28 í notkun, sem bráða- birgðalausn vegna skorts á húsnæði fyrir gæsluvarðhaldsfanga og varð- 204

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.