Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Page 13
arinnar sjálfrar, einstakra starfsmanna eða annarra, er komast yfir gögn í heimildarleysi. Svipað gæti átt við um lækna og aðra, sem í starfi sínu skrá margs kyns upplýsingar um viðskiptavini sína. 3) Þessari þróun mála var lítill gaumur gefinn fram á miðja þessa öld, en síðustu 20 árin hefur hver ráðstefnan rekið aðra um þessi mál. Ef litið er til Norðurlandanna, má nefna lögfræðingamótið í Reykjavík 1960, en þar var dr. Gunnar Thoroddsen frummælandi um friðhelgi einkalífs. Enn var þetta efni á dagskrá lögfræðingamótsins í Stokk- hólmi 1966. Þar var aðaláherzlan lögð á persónuvernd gagnvart fjöl- miðlum og tæknibúnaði nútímans. Alþjóðalögfræðinganefndin hélt svo ráðstefnu í Stokkhólmi 1967. f niðurstöðum hennar var talið, að lög- gjafinn þyrfti að láta sig eftirtalin atriði skipta: a) Hljóðupptöku, ljósmyndun og kvikmyndun á laun af manni í einkahíbýlum sínum eða öðrum áþekkum stað eða að öðru leyti af manni við óþægilegar eða viðkvæmar aðstæður. b) Hlustun(hlerun) einkasímtala annarra af ásetningi og án heimildar hlutaðeigandi. c) Notkun rafeindaútbúnaðar eða annars útbúnaðar, t.d. falinna hljóðnema, til að hlera símtöl eða önnur samtöl. d) Notkun upplýsinga, ljósmynda eða segulbandsupptöku, sem aflað er með ólöglegum hætti. e) Notkun á nafni, persónu eða mynd annars manns án sam- þykkis hans. f) Opinber birting ummæla eða sjónarmiða, sem ranglega eru eignuð manni, eða opinber birting á ummælum hans, sjónar- miðum, nafni eða mynd í samhengi, er gefur af honum ranga mynd. Mörg þessara atriða eru komin í lög hjá nágrannaþjóðum okkar, sbr. t.d. dönsku hgl., sem breytt var með 1. nr. 89/1972. Þar má einkum nefna 263. gr. 3. lið, 264. gr. a og 264. gr. d. IV. Skerðing á friðhelgi einkalífs í þarfir opinberrar rannsóknar. 1) Skv. 47. gr. 1. nr. 74/1974, um meðferð opinberra mála, getur dóm- ari, þegar öryggi ríkisins krefst þess eða um mikilsverð sakamál er að ræða, úrskurðað hlustanir í síma, sem sökunautur hefur eða ætla má hann nota. Til símahlustunar þarf því ætíð dómsúrskurð. Skilyrði hlust- unar er annaðhvort, að öryggi ríkisins krefjist þess eða að mikilsvert sakamál sé. Hvort tveggja er matsatriði. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir, að dómsúrskurður um þessar aðgerðir verði kveðinn upp og fram- kvæmdur án vitundar aðila. Hefur hann því ekki kæruheimild. En að- 151

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.