Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 27
Fjölmæli, bls. 232—49. Undir hana fellur m.a. kæruréttur einstaklinga og aðrir hagsmunir réttargæzlu, hagsmunir málfrelsis á löggjafarsam- komu þjóðarinnar, hagsmunir listtjáningar og vísinda. Hagsmunir vísindanna geta réttlætt frásögn af einkamálefnum ann- arra, enda sé gætt nafnleyndar eftir því sem unnt er. Sálfræðingur eða læknir skrifar í tímarit um athuganir sínar á tilteknum mönnum. Sé hinn vísindalegi tilgangur aðeins yfirvarp, búningur ósæmilegur eða nafna getið að óþörfu, getur refsiábyrgð vissulega komið til greina, sbr. Gunnar Thoroddsen, Fjölmæli, bls. 241—42. Hið rýmkaða mál- frelsi til vísindalegra umræðna eða gagnrýni á fyrst og fremst við um birtingu í fræðiritum, en er þó senniléga ekki takmarkað við slík rit. d) Fullframið er brot gegn 229. gr., þegar frásögn hefur birzt í fjöl- miðlum eða annars staðar, þannig að hún teljist opinber orðin. Ekki er nægilegt, að upplýsingar séu t.d. komnar til vitundar ritstjóra eða fundarstjóra á almennum, opnum fundi, og það jafnvel þótt sá, er upplýsingarnar lét í té, hafi ætlazt til, að þær yrðu gerðar heyrinkunn- ar. Ef blaðamönnum er boðið á fund, sem öðrum er lokaður, verður kynning einkamálefnis þar yfirleitt að teljast opinber og brot þar með fullframið, sbr. Rasting, Presseretten, bls. 32—33. 5) Þolendur brots gegn 229. gr. geta verið hvort sem er einstakling- ar eða ópersónulegir aðilar einkaréttareðlis (félög, fyrirtæki, stofn- anir). Opinberar stofnanir, ríki, sveitarfélög, stj órnmálaflokkar og aði’- ir sambærilegir aðilar eru yfirleitt ekki taldir njóta verndar þessa ákvæðis, sbr. m.a. Hurwitz, Speciel del, bls. 302. Um óheimilar frá- sagnir af málefnum þessara stofnana, sjá 115. gr. alm. hgl. Um látna menn koma sérstök sjónarmið til athugunar. Efnisástæð- ur að baki 229. gr. eru einkum þær, að sum einkamál eru mönnum mjög viðkvæm. I öðrum tilvikum getur opinber birting raskað þjóð- félagsaðstöðu manns eða truflað lögmætar fyrirætlanir hans. Þessar ástæður eiga ekki við nema að takmörkuðu leyti, þegar um látna menn er að ræða, en almennt munu menn óska þess, að viðkvæm einkamál séu ekki kunngerð almenningi eftir lát þeirra. Áður fyrr var yfirleitt talið, að minning látinna manna nyti ekki verndar að þessu leyti, sbr. Krabbe, Borgerlig Straffelov, bls. 548. Hins vegar hafa yngri fræði- menn hneigzt að annarri niðurstöðu, sbr. Þórður Eyjólfsson, „Vernd á persónulegum hagsmunum, sem tengdir eru látnum manni“, Úlfljót- ur, 2. tbl. 1961, bls. 72—73; Hurwitz, Speciel del, bls. 302. Minna má einnig á æruvernd látinna manna skv. 240. gr. alm. hgl., en gagn- ályktun frá þeirri reglu er yfirleitt talin óheimil. Til er franskur dóm- ur, þar sem bann var lagt við birtingu á ástarbréfum látins manns, 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.