Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 52
2. ÞING BANDALAGS HASKÓLAMANNA 2. þing Bandalags háskólamanna var haldiö dagana 17. og 18. nóvember í Kristalsal Hótel Loftleiða. Þingið sátu tæplega tvö hundruð fulltrúar aðildarfélaga BHM. Fyrir þing- inu lágu aðildarumsóknir frá tveimur félögum, Kennarafélagi Kennaraháskóla íslands og Félagi tækniskólakennara, og voru þær samþykktar. Aðildarfélög bandalagsins eru nú 19 talsins. Á þinginu var fjallað um skattamál, og fluttu Guðmundur Magnússon pró- fessor og Atli Hauksson endurskoðandi framsöguerindi. Miklar umræður urðu um skattamálin og var ákveðið, að sérstök nefnd fjallaði um þau. Ennfremur störfuðu nefndir um: Starfsáætlun og fjárhagsáætlun, laga- breytingar, aðildarumsóknir og kjaramál. Nefndirnar skiluðu síðan áliti á sameiginlegum fundi. Samþykktar voru ályktanir um kjaramál og fleiri mál. í kjaramálaályktun þingsins segir m.a.: Þess hafði verið vænst, að samn- ingsréttarlögin frá 1973 tryggðu ríkisstarfsmönnum innan BHM sanngjarna úrlausn kjarnadeilna. Reyndin varð þó frá upphafi önnur. Hvorki samninga- nefnd ríkisins né Kjaradómur hafa tekið tillit til mismunar á kjörum háskóla- manna í ríkisþjónustu og annarra. Frá árslokum 1973 hefur orðið hrikaleg kaupmáttarskerðing. Ljóst er að háskólamenn verða að treysta enn frekar á samtakamátt sinn, ná fram verulegum breytingum á samningsrétti og auka áhrif launamanna á ákvarðanir sem varða þjóðarbúið. í ályktun um vinnumálalöggjöfina segir m.a.: Þingið lýsir þeirri skoðun sinni, að allir launamenn í landinu skuli búa við sömu vinnumálalöggjöf. I ályktun um skattamál segir m.a.: 2. þing Bandalags háskólamanna skor- ar á Alþingi að taka ekki skattalagabreytingar til umræðu fyrr en bandalag- ið sem og önnur heildarsamtök launþega hafa fengið breytingartillögurnar til umsagnar. Loks fór fram kjör formanns, stjórnar og annarra trúnaðarmanna. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn bandalagsins til næstu 2 ára: Formaður: Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur. Varaformaður: Skúli Halldósson kennari. Meðstjórnendur: Almar Grímsson lyfjafræðingur, Guðmundur Björnsson við- skiptafræðingur og Jón L. Sigurðsson læknir. Varamenn: Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Stefán Hermannsson verkfræðingur. Guðríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa Bandalags háskólamanna var flutt úr Stúdentaheimilinu við Hring- braut í mars 1976. Skrifstofan er nú að Hverfisgötu 26, sími 21173, og er þar opið á venjulegum skrifstofutíma. Pósthólf BHM er nr. 367, Reykjavík. 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.