Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 35
fram í lögunum, að dómar skuli vera stuttir og glöggir og þannig samd- ir, að aðilar geti með aðstoð umboðsmanna sinni séð, hvaða rök eru til niðurstöðunnar. Hins vegar skuli ekki rekj a atvik, málsástæður eða laga- rök, sem aðilum má vera um kunnugt. Er þetta auðvitað allmikil breyt- ing frá því, sem nú er, þegar dómar eru samdir eins og þeir séu fram- lag í samkeppni um Nóbelsverðlaunin. 5) Þá leggur réttarfarsnefnd til, að ýmsir sérdómstólar séu lagðir niður: sjó- og verslunardómur og fasteignadómar allir. 6) Loks eru í frumvarpinu minni atriði, sem þó eru ekki einskis verð, t.d. er þar í fyrsta sinn sagt um greinargerðir og skriflegar aðilaskýrsl- ur, en ekki eru ákvæði um þessi gögn í eml. eins og þau eru nú. III. Góðir fundarmenn. Ég hef nú rakið hið helsta um efni tveggja þeirra frumvarpa, sem réttarfarsnefnd hefur samið og brátt koma til meðferðar á Alþingi. Spyrja má: Eru fullnægjandi rök fram komin því til styrktar, að lög- réttufrumvarpið eigi að hljóta samþykki? Er ástæða til að gera jafn- viðamikla breytingu á dómstólakerfinu og þar er lagt til, bæta við dóm- stigi og taka stærri mál frá héraðsdómstólunum ? Þegar réttarfarsnefnd var skipuð fyrir rúmlega 4 árum, sagði svo í skipunarbréfum nefndarmanna, að þeir ættu að kanna og gera tillögur um, hvernig breyta megi réglum um málsmeðferð í héraði til þess að afgreiðsla mála verði hraðari. Það kann því að sýnast nokkuð vafa- samt, hvort nefndinni hafi verið ætlað að gera tillögur um nýtt dóms- stig. I greinargerðinni með lögréttufrumvarpinu segir réttarfarsnefnd, að hún hafi aðallega stefnt að tvennu: hraðari meðferð dómsmála og meiri aðskilnaði dómsvalds og framkvæmdavalds. Það má því ségja, að nefndin hafi túlkað umboð sitt nokkuð frjálslega, en það frjáls- lyndi ætti þó ekki að skipta miklu um umræður og afgreiðslu tillagna hennar. Nefndin taldi, að raunhæfar og nægilega djúptækar umbætur myndu ekki verða, nema brugðið væri á það ráð að gera stórbreytingar á sjálfu dómstólakerfinu og að tillögur um slíkt bæri henni að gera. Það er alkunna, að í stjórnarskránni og því hugmyndakerfi, sem hún er byggð á, er dómsvaldið talið einn af 3 þáttum ríkisvaldsins. Þó að ekki verði efast um mikilvægi dómstólanna, síst á dómaraþingi, er rétt að segja það hreinskilnislega, að dómsvaldið er sjálfsagt sá þátt- ur ríkisvaldsins, sem minnst áhrif hefur í þjóðféláginu. Ekki tel ég nauðsynlegt eða líklegt, að á þessu verði breyting í fyrirsjáanlegri framtíð. Hitt er annað mál, hvort störf dómstóla landsins eru nógu 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.