Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 14
gerðir þessar kunna að verða tilefni sérstaks bótamáls eða refsimáls, eftir að þeim er lokið, sbr. greinargerð með ákvæðinu. 2) 1 VII. kafla 1. nr. 74/1974 eru ákvæði um leit, bæði í húsum og á mönnum, enn fremur um líkamsskoðun og um töku mynda og fingra- fara. Til leitar eða skoðunar þarf almennt dómsúrskurð, sbr. 51. og 56. gr. Þó er lögreglumönnum rétt að ákveða slíkar rannsóknir, ef bið eftir úrskurði veldur hættu á sakarspjöllum. Auk þess geta verið sér- stakar heimildir í lögum til leitar án dómsúrskurðar, sbr. 12. gr. 1. nr. 59/1969 og Hrd. XLVI, bls. 221. 3) í 44. gr. 1. nr. 74/1974 er ákvæði um hald á bréfum, símskeytum og öðrum sendingum og munum, sem eru í vörzlu pósts og síma, enda sé það gert til rannsóknar á ætluðu broti, er varðað getur 100.000 króna sekt, og heimilt væri að kyrrsetja og athuga slík skjöl og muni, ef komin væru í hendur viðtakanda. Dómari kveður á með úrskurði um rannsókn á efni slíkra skjala og sendinga. Dómsúrskurð virðist ekki þurfa til halds á bréfum eða skeytum samkvæmt þessari grein, ef eigi þarf að gera leit að þeim, sbr. 51. gr. Ef rannsaka þarf efni skjala þessara, þarf jafnan dómsúrskurð, sbr. greinargerð. Að end- ingu má geta um 45. gr. sömu laga, er veitir heimild til að léggja hald á muni, sem finnast við löglega handtöku eða leit, enda megi telja þá til sakargagna skv. 43. gr. Til þessa þarf ekki sérstakan dómsúrskurð. V. Starfsreglur fjölmiðla. 1) Auk þess aðhalds, er lagareglui' veita fjölmiðlum í starfi sínu, gilda sérstakar starfsreglur eða siðareglur á þeim vettvangi. Þörf er á ströngum reglum varðandi þá fjölmiðla, sem ríkið sjálft rekur eða styrkir og ætlazt er til, að sýni óhlutdrægni gagnvart mönnum og mál- efnum. Væri auðvitað óviðunandi, að útvarp og sjónvarp styddu leynt og ljóst einhverja eina stefnu eða flokk manna, hvort sem það er ríkj- andi stjórnarstefna eða einhver önnur. I útvarpslögum nr. 19/1971 er m.a. boðið í 3. gr., að stofnunin skuli í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum. I reglugerð nr. 260/1974, um Ríkisútvarp, eru ákvæði í IV. kafla um fréttaflutning. Þar segir svo í 16. gr.: Óheimilt er að flytja ummæli manns, hvort sem er í frásögn, hljóð- eða mynd- ritun, nema sá hafi vitað, að fréttamaður var viðstaddur, er orð hans voru hljóð- eða myndrituð. — Við val fréttamynda skal þess vandlega gætt, að þær gefi sem sannasta mynd af þeim atvikum eða atburðum, sem sýna á, en forðast hvers konar afmyndun. 152

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.