Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 49
milliríkjaverslunarréttur og síðast en ekki síst ýmsar sérgreinar stjórnarfars- réttar, verði ofar á óskalistanum við umræður um nýjar kennslugreinar í lög- fræði við Háskóla Islands. Niðurstöður ráðstefnunnar Á lokafundi ráðstefnunnar voru lagðar fram ályktanir nefnda, sem hver umræðuhópur hafði kosið. Tillögur þessar voru ræddar og síðar samþykktar í meginatriðum. Verður nú efni ályktananna rakið í stórum dráttum. Almenn kennsla (1. nefnd) Talið var, að kennsla í samanburðariögfræði gegni tvíþættu hlutverki. Hún veiti stúdentum víðtækan skilning á rétti þeirra eigin ríkis og á lögum, sem skipta máii í alþjóðasamskiptum og viðskiptum innan Evrópu. Þá veiti nám í samanburðarlögfræði mönnum nauðsynlega þekkingu til að geta unnið að lögfræðistörfum bæði í þágu opinberra- og einkaaðila. Því næst ræðir í ályktuninni um leiðir til að greiða fyrir námi í samanburð- arlögfræði. (1) Stúdentar afli sér grundvallarþekkingar í tungumálum áður en háskóla- nám hefst, en lagaskólar sjái um, að stúdentar geti aukið þessa þekkingu, helst með tilliti til lögfræðilegra hugtaka. (2) Laganemum verði gert skylt að sækja byrjendanámskeið í samanburð- arlögfræði og taka próf að því loknu. (3) Frekari menntun í samanburðarlögfræði verði sniðin eftir aðstæðum í hverri lagadeild fyrir sig. (4) Aukin kennsla í samanburðarlögfræði krefst aukinna kennslukrafta. Skipti á háskólakennurum verði aukin og greitt verði fyrir stúdentum, sem óska eftir að stunda hluta náms síns erlendis og vinna að samanburði á réttarreglum í tveimur eða fleiri ríkjum. Kennsla og rannsóknir eftir kandidatspróf (2. nefnd) Eftirfarandi niðurstöður komu fram í umræðum 2. umræðuhópsins. (1) Mikilvægt er, að lagadeildir og rannsóknarstofnanir í lögfræði skiptist á upplýsingum. (2) Velja verður rannsóknaraðferðir eftir eðli verkefnis. Lögfræðingar, sem búa við breskt réttarkerfi, nálgast viðfangsefnin öðru vísi en starfsbræður þeirra á meginlandi Evrópu, en ekki var það talið valda neinum grundvallar- mismun. (3) Með ,,teoretískri“ kennslu erlends réttar ætti að veita fræðslu um lög- fræðileg hugtök viðkomandi tungumáls. Semja þarf fleiri lögfræðiorðabæk- ur, sem taka til fleiri en eins tungumáls, og er ekki fullnægjandi að hafa þýð- ingar á einstökum orðum heldur verða að fylgja skýringar og skilgreiningar. (4) Á sviði framhaldskennslu í samanburðarlögfræði er ekki einungis þörf á að mennta lögfræðinga, er stunda nám í beinu framhaldi af kandidatsprófi, heldur einnig menn, sem þegar hafa unnið að hagnýtum lögfræðistörfum (endurmenntun og framhaldsmenntun lögmanna, dómara, stjórnsýslulögfræð- inga o.fl.). Eindregið var mælt með dvöl erlendra kennara við háskóla til kennslu laga heimalands þeirra, og mælst var til þess, að afnumin væru höft á kennaraskiptum. Þá var skorað á háskóla og aðrar rannsóknarstofnanir að 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.