Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 39
varpið hefur þó einn kost fram yfir þær allar, þ.e. þann að frumvarp- ið hefur þegar gengið í gegnum vissan hreinsunareld og er nú lagt fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp. Það hefur því mestar líkur með sér. Með þessu er ég ekki að segja, að ég sé ánægður með allar greinar frumvarpsins, — síður en svo. Ýmsar greinar þess má laga, einmitt á þessu stigi málsins, en í sjálfu sér eru allar slíkar breytingartillögur smáatriði miðað við þá nauðsyn að meginkjarni frumvarpsins nái fram að ganga. Niðurstaða mín er því í stuttu máli sú, að fagna beri frumvarpinu, en að á því megi gera smálagfæringar, sem geri það betur fallið til að þjóna því hlutverki, sem því er ætlað. Ástæða er til að óttast, að miklar og illvígar deilur um ýmis atriði frumvarpsins, sem eru í eðli sínu smá, leiði til þess, að hvorki þetta frumvarp né aðrar tillögur, sem settar eru fram í því skyni að skilja frekar á milli dómsvalds og framkvæmdarvalds, nái fram að ganga í nálægri framtíð. Hér á eftir skal nú lauslega vikið að nokkrum atriðum, sem ég tel að breyta þurfi: 1. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að dómendur séu alltaf 3, þegar mál er á áfrýjunarstigi, og í aðalatriðum gildi sama regla, þegar mál eru flutt á frumstigi. Þar við bætist að skipa ber tvo sérfróða meðdómendur eftir svipuðum sjónarmiðum og nú tíðk- ast. Þetta kerfi tel ég alltof flókið og flóknara en núverandi ástand, þar sem dómari fer með og dæmir einn (eftir atvikum ásamt sérfróð- um meðdómsmönnum) í flóknustu málum. Samhljóða mun vera álit margra um það, að oft sé erfitt að sam- ræma tíma og vinnu 3 dómenda, og flestir munu sammála um það, að 5 manna dómur (einnig í vitnaleiðslum skv. frv.) sé í talsverðri and- stöðu við hugmyndir um hraða og greiða málsmeðferð. 1 gi’einargerð með frumvarpinu segir, að í því felist verulegt réttaröryggi að hafa 3 embættisdómendur í dómi í stað eins. Þetta dreg ég í efa sem al- gilda reglu, og tel einnig greiða málsmeðferð verulegan þátt í réttar- öryggi. Meira virði er að vanda til veitinga dómaraembætta svo sem frekast er kostur. Ég legg til, að á þessu verði gerðar verulegar breyt- ingar, þannig að embættisdómari í lögréttu skuli vera einn (eftir at- vikum ásamt meðdómsmönnum) nema í undantekningartilvikum, þeg- ar lögi’étta ákveður annað. Þetta ætti að gilda bæði um áfrýjunarmál og mál á fyi’sta dómstigi. Rökstuðningur er auðveldur varðandi mál á fyrsta dómstigi, því að samkvæmt gildandi rétti fer einn embættis- dómari með mál. Meiri bylting virðist fólgin í því, að einn embættis- dómari skuli einnig vera á áfrýjunarstigi. Þetta verður þó í þessu falli 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.