Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 21
gr. samt til álita. Eðlilégra er þó kannski að beita 257. gr. auk ákvæðis í lögreglusamþykkt. Síðari verknaðarliður 231. gr. felst í því, að maður synjar að fara burt, þegar skorað er á hann að gera það, sbr. Hrd. XXXI, bls. 203. Virðist mega skýra andlagið rýmra hér. Telja má það brot gégn 231. gr., ef maður neitar að víkja úr stigagangi, einkagarði, verksmiðju svo og kvikmyndahúsi, veitingahúsi eða öðrum opinberum samkomustöðum, einkum þegar komið er að lokun þessara staða. Ekki breytir það neinu, þótt hinn brotlegi hafi upphaflega komið löglega á staðinn. 4) Refsileysisástæður. Verknaður skv. 231. gr. verður að vera heim- ildarlaus, svo sem kemur fram í ákvæðinu sjálfu. Oft er alveg ljóst eftir eðli máls eða venju, hvort heimild skortir, en stundum má byggja á skýru banni við aðgangi óviðkomandi manna. Ýmsar ástæður geta réttlætt för inn í hús eða farartæki annars manns. Áður var minnzt á húsleit í þarfir opinberrar rannsóknar á ætluðum afbrotum, sbr. um ólög- mæta leit, Hrd. XV, bls. 172. Neyðarástand ýmiss konar, raunverulegt eða ætlað, getur einnig réttlætt slíkar aðgerðir, sbr. almenna ákvæðið um neyðarrétt í 13. gr. alm. hgl. og sérákvæði laga um það efni, t.d. 14. gr. 1. nr. 55/1969, um brunavarnir og brunamál. Loks má nefna samþykki og óbeðinn erindrekstur. 5) Eignaraðild. Verknaður lýtur að húsi eða skipi annars manns. Væntanlega verður að skýra þetta svo þröngt, að átt sé við eign ann- ars manns. Sé hún í sameign geranda og annars manns, verður ger- andi að hafa verið útilokaður frá umráðum yfir eigninni með samn- ingi eða stjórnvaldsákvörðun. Ef eigandi ryðst inn í hús sitt, sem ann- ar maður á óbeinan eignarrétt yfir og hefur í sínum umráðum, t.d. á leigu, verður hann ekki brotlégur eftir þessu ákvæði, sbr. hins vegar 3. mgr. 259. gr. alm. hgl. Andlag brots getur verið í eigu einstaklings, félags eða stofnunar, þ. á m. hins opinbera. 6) Ásetningur er saknæmisskilyrði. Misskilningur getur leyst ger- anda undan refsingu, þó ekki ef hann fer húsavillt og ryðst inn í öfugt hús. En það er ekki saknæmt, ef maður ryðst inn í þeirri trú, að hann hafi heimild til þess, að nauðsyn sé til þess (brunahætta) eða að hags- munir eiganda krefjist þess af öðrum ástæðum. 7) Concursus. Húsbrot framið með það í huga að ráðast á mann eða koma fram kynferðislegum vilja sínum varðar við 231. gr. ásamt hlutaðeigandi ákvæði um líkamsárás eða skírlífisbrot. Því fremur á þetta við, ef ósannað er um ásetning til slíkra brota fyrr en að hús- brotinu afstöðnu, sbr. Hrd. XVII, bls. 275 (húsbrot og líkamsárás sitt hvort skiptið) ; XVIII, bls. 92 (þess sérstaklega getið í héraðsdómi, 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.