Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 30
FRUMVÖRP UM RÉTTARFARSBREYTINGAR Hinn 12. nóvember s.L, á síðara degi aðalfundar Dómarafélags Is- lands, var rætt um frumvarp það til lögréttulaga, sem lagt var fram á Alþingi vorið 1976. Framsögumenn voru Þór Vilhjálmsson hæsta- réttardómari og Stefán Már Stefánsson prófessor. Erindi þeirra fara hér á eftir. Eftir að þau voru flutt, hafa verið sett lög nr. 107/1976 um breyting á lögum um meðferð opinberra mála, nr. 108/1976 um rannsóknarlögreglu ríkisins og nr. 109/1976 um breyting á lögum nr. 74/1972 um skipan dómsvalds. Frumvörp þau, sem erindin fjalla um, lögréttufrumvarpið og frumvarp um breytingu á einkamálalögunum, hafa hins vegar enn ekki verið lögð fyrir Alþingi, sem er í jólaleyfi, þeg- ar þetta er ritað. Hins vegar hafa komið fram yfirlýsingar um, að það verði gert. Erindi Þórs Vilhjálmssonar Virðulega samkoma. Réttarfarsnefnd, sem skipuð var 1972, gekk sem kunnugt er frá 5 lagafrumvörpum á s.l. vetri, og voru þau lögð fyrir síðasta Alþingi. Þrjú þeirra liggja fyrir Alþingi nú, og mér er sagt, að hin tvö muni lögð fram í annað sinn bráðlega. Má vænta þess, að fyrrnefndu frumvörpin verði að lögum, breytt eða óbreytt, áður en langt um líður. Eru þetta frum- vörpin um rannsóknarlögreglu ríkisins, breytingar á lögunum um meðferð opinberra mála og skipan dómsvalds í héraði og fleira. Þessi 3 frumvörp hafa allmikið vei'ið til umræðu á opinberum vettvangi, en efni þeirra og umræðurnar um þau eru ekki viðfangsefni mitt í dag. Mér er ætlað að fjalla um hin tvö frumvörpin, sem réttarfarsnefnd samdi, fyrst og fremst frumvarp til lögréttulaga, en einnig um breyt- ingar á einkamálalögunum. Þó að þau verði endurflutt á þessu þingi, veit ég ekki, hvaða líkur eru á, að þau nái fram að ganga á næstunni. 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.