Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 15
Útvarpsstjóri setur nánari reglur um fréttaflutning Ríkisútvarpsins að fengnu samþykki útvarpsráðs, sbr. 17. gr. 2) Blaðamannafélag íslands setti félögum sínum siðareglur 9. maí 1965, og eru þær m.a. birtar í riti Gunnars Thoroddsens, Fjölmæli, bls. 319—20. Félagar Blaðamannafélagsins, þeirra á meðal fréttamenn út- varps og sjónvarps, skulu forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða mönnum, sem eiga um sárt að binda, sársauka eða vanvirðu, og sýna svo sem kostur er tillitssemi í upplýsingaöflun sinni, úrvinnslu og framsetningu. I frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaða- menn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð, jafnframt því sem þeir hafi í huga, hvenær almennt öryggi borgaranna, stórfelldir hagsmunir almennings eða almannaheill krefst nafnbirtingar, áður en dómur er felldur í máli. 1 þessu efni skal eitt yfir alla ganga. Siðareglunefnd Blaðamannafélagsins fjallar um kærur út af brot- um á reglunum og kveður upp rökstuddan úrskurð að lokinni nauð- synlegri gagnasöfnun og athugun. Aðeins þeir, sem hagsmuna eiga að gæta, geta borið fram kæru. Úrskurðinn ásamt rökstuðningi skal birta í félagsbréfi B.I., og verður honum ekki áfrýjað. Að öðru leyti er óheimilt að skýra frá málum sem þessum opinberlega. Stingur þetta ákvæði í stúf við t.d. dönsku regluna, sem mælir fyrir um birtingu í blaði því, sem brotlegt hefur orðið, sbr. 4. gr. reglna um Dansk Presse- nævn frá 3. marz 1964. Siðareglunefnd B.I. er ekki bær að ákvarða við- urlög, en stjórn félágsins getur lagt til við félagsfund, að úrskurðað brot varði brottvísun úr félaginu um sinn eða fyrir fullt og allt, sjá nánar Jónatan Þórmundsson, Opinbert réttarfar I, bls. 66—68. VI. Ákærureglur. Eitt megineinkenni XXV. kafla alm. hgl. er, að í honum gætir mun meira málshöfðunaraðildar þess, sem misgert er við, en annars tíðk- ast í lögunum. Sérstakt ákvæði um ákærureglur er í 242. gr. Öll þrjú afbrigði málshöfðunaraðildar í refsimálum koma þar fyrir. Aðalreglan þar er sú, að mál geti sá einn höfðað, sem misgert er við, sbr. 3. tl. ákvæðisins. Þetta eru hin svokölluðu einkarefsimál, sem aðilar stefna fyrir bæjarþing (aukadómþing). Um þau fer að mestu eftir reglum um meðferð einkamála. Þessi ákæruregla tekur til nær allra meiðyrða- mála eftir þessum kafla svo og mála út af brotum gegn 228. og 229. gr. Annað afbrigði er það, sem á við um brot gegn 230., 231. og 232. gr. laganna og um tiltekin meiðyrðamál, sbr. b- og c-liði 2. tl. 242. gr. Er þá höfðað opinbert mál af hálfu ríkissaksóknara, en slík málshöfðun 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.