Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 51
Frá Bandalagi háskólamanna ÞING SAMTAKA NORRÆNA HÁSKÓLAMANNA Þing samtaka háskólamanna á NorSurlöndum var haldið í Reykjavík dag- ana 1.—3. september s.l., en slík þing eru haldin á 3 ára fresti. Þingið sátu 170 fulltrúar samtaka háskólamanna á Norðurlöndum. Þessi samtök hafa innan sinna vébanda u.þ.b. hálfa milljón háskólamanna, sem starfa ýmist hjá opinberum aðilum, einkaaðilum eða sjálfstætt. Á þinginu voru flutt framsöguerindi um eftirtalin efni: Hlutverk samtaka háskólamanna í þjóðfélaginu, sérstaklega með tilliti til launastefnu (Osborne Bartley, SACO/SR, Svíþjóð). Vinnumarkaðsmál (Ragnhildur Helgadóttir, BHM, ísland og Eskil Hohwy, AC, Danmörk) og Atvinnulýðræði (Ö. J. Aksnes, AF, Noregur og Olle Hessleborn, SACO/SR, Svíþjóð). Á eftir framsöguerindun- um voru hringborðsumræður og síðan almennar umræður. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem formenn bandalaganna gáfu í lok þingsins, segir m.a.: „Ákveðið hefur verið að vinna að mótun sameiginlegrar afstöðu til at- vinnulýðræðis og starfsaðstöðu. Ennfremur er ætlunin að vinna sameigin- lega að athugunum á aðstöðu háskólamanna til sjálfstæðrar starfsemi. Nokkr- ar breytingar eru að gerast í þeim efnum, sem geta leitt til þrengri að- stöðu sjálfstætt starfandi manna. Það er skoðun formannanna, að jafnrétti kynjanna sé mikilvægt mál og sameiginlegt verkefni samtakanna. Við höfum hér í Reykjavík náð samkomulagi um sameiginlega tillögu um, hver skuli vera grundvöllur menntunar mennta- og framhaldsskólakenn- ara. Þessi tillaga felur í sér þá eindregnu skoðun, að menntun þessara kenn- ara verði á komandi árum að vera tengd rannsóknastarfsemi í viðkomandi greinum og í tengslum við aðra háskólamenntun. Við höfum einnig rætt um tillögu, sem fram kom í Norðurlandaráði um norræna stofnun, sem fjaliaði um málefni vinnumarkaðarins. Afstaða okkar til þessarar tillögu er jákvæð, því að háskólamenntaðir menn á Norðurlöndum hafa sums staðar átt við at- vinnuleysi að stríða, og ætla má, að hér geti verið um vaxandi vandamál að ræða.“ í sambandi við þingið var haldinn árlegur fundur Nordisk akademikerrád hinn 31. ágúst s.l. Þar var m.a. fjallað um skipulag samstarfs háskólamanna á Norðurlöndum. Var ákveðið, að á næsta starfsári yrði sérstaklega fjallað um atvinnulýðræði og vandamál sjálfstætt starfandi hskólamanna, og mun sænska bandalagið SACO/SR boða til starfsmannafundar um þau efni á starfsárinu. Guðríður Þorsteinsdóttir. 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.