Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 34
frumkvæðisskyldu um atriði, sem saksóknari á að hafa frumkvæði um. Hins vegar þótti ekki fært að leggja til, að ákæruréttarfar yrði í þeim mæli innleitt með þessu frumvarpi, að dómari skuli einnig laus við frumkvæðisskyldu varðandi atriði, sem ætla má að séu sökunaut hag- stæð. Loks skal þess getið, að lagt er til, að úrskurðir lögréttna séu án forsendna. Ef til vill er ástæða til að geta hér fleiri einstakra atriða úr lögréttu- frumvarpinu, m.a. um stjórnunaratriði, en við það mun þó látið sitja, sem þégar er sagt. Þess er hins vegar að geta, að í lögréttufrumvarpinu er ekki að finna neinar tillögur um þær breytingar, sem gera verður á hæstaréttarlög- unum, ef hið nýja frumvarp nær fram að ganga. Hefur ekki verið samið frumvarp um þetta efni, og er þess beðið, hvernig hugmyndinni um lögréttur verður tekið. II. Ég vík nú að öðru frumvarpi frá réttarfarsnefnd, en það fjallar um breytingar á einkamálalögunum. I þessu frumvarpi, sem vel má lögfesta, með svolitlum breytingum, þótt lögréttufrumvarpið fái ekki framgang, eru helstu tillögur nefndarinnar um hraðari meðferð einka- mála. Meginefnið er þetta: 1) Sáttanefndir verði lagðar niður, enda orðnar þýðingarlitlar í raun. Tillögur hafa sem kunnugt er komið frarn urn að breyta skipan sátta- nefnda og freista þess að fá þeim allmikið hlutverk í réttarkerfinu, eink- um við afgreiðslu hinna minni mála. Tillögur þessar taldi réttarfars- nefnd ekki ástæðu til að gera að sínum, þar sem ekki er sýnilegt, að með því móti yrði um hraðari málsferð að ræða eða á annan hátt hentugri en nú er. 2) Tekinn verði upp svonefndur aðalflutningur mála að sænskri fyrir- mynd. I þessu felst, að skriflegra gagna skal afla, áður en dómari tek- ur munnlegar skýrslur af aðilum, vitnum og matsmönnum. Slíkar skýrslur eru svo teknar allar í einu, og munnlegur flutningur fer fram strax á eftir. Hugmyndin er sú, að með þessu sé gágnaöflun hraðað og munnlegar skýrslur séu vel í minni lögmanna og dómara, þegar mál er flutt og dæmt. 3) Þá leggur réttarfarsnefnd til, að úrskurðir í einkamálum verði án forsendna, nema þeir úrskurðir fógeta-, skipta- og uppboðsrétta, sem fela í sér lokaákvörðun dómstólanna um mál. 4) Þá er lagt til, að atvikalýsing í dómum verði ekki önnur en að greint sé frá helstu rökum fyrir niðurstöðu dómara, og að tekið verði 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.