Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 29
13. Rasting Carl, Presseretten (1951). 14. Skydd mot avlyssning, Statens offentliga utredningar 1970:47 (sænskt álit). 15. Straffelovrádets betænkning nr. 601/1971 om privatlivets fred (danskt álit). 16. Þórður Eyjólfsson, „Beskyttelse af en afdpds personlighed", Förhandlingarna á det 19. nordiska juristmötet i Stockholm 1951, bls. 124—29, og Bilaga III, bls. 3—13. Síðara framsöguerindið (Áke Malmström) og vunræður eru á bls. 129—50. 17. Þórður Eyjólfsson, „Vernd á persónulegum hagsmunum, sem tengdir eru látnum manni“, Úlfljótur, 2. tbl. 1961. NORÐURLANDAFRÉTTIR Nordisk kontakt nefnist tímarit, sem NorðurlandaráS gefur út til að koma milli landa upplýsingum um stjórnmál. Hér fara á eftir nokkur atriði úr 5 síð- ustu heftum ársins 1976: — Martti Miettunen myndaði ríkisstjórn í Finnlandi 29. september, og er það minnihlutastjórn 3 flokka. Dómsmálaráðherra er Kristian Gestrin úr sænska þjóðflokknum. — Thorbjörn Fálldin myndaði ríkisstjórn 3 borgaraflokka í Svíþjóð 8. októ- þer. Dómsmálaráðherra er utan flokka, — Sven Romanus, sem var forseti Hæstaréttar 1969—73. — Laganefnd Norðurlandaráðs og dómsmálaráðherrar Norðurlandanna annarra en íslands héldu fund 25.—26. október. Rætt var um viðbrögð við ofbeldisverkum, sem rekja má til alþjóðamála, vandamál Lappa, hugmyndir um Norðurlandasáttmála um tölvunotkun, úrræði í stað refsivistar og hjúskap- arlöggjöfina. — Lars Nordskov Nielsen, umboðsmaður danska þjóðþingsins, segir í árs- skýrslu sinni fyrir 1975, að það ár hafi borist fleiri kærur en nokkru sinni fyrr. Voru þær alls 1889 (12% fleiri en 1974), en 1098 reyndust ekki varða starfssvið umþoðsmannsins. Af þeim 797 málum, sem fengu efnismeðferð á árinu, voru 564 ekki talin gefa tilefni til athugasemda, 155 leiddu til gagnrýni á gerðir stjórnvalda og 78 til annars konar álitsgerða. — Sett hafa verið ný lög í Finnlandi um ölvun við akstur. Er þar í fyrsta sinn kveðið svo á, að alkóhólmagn í blóði skuli lagt til grundvallar refsinæmi. 0,5—1,4%c leiða til sektar eða varðhalds (fángelse) í allt að 3 mánuði, en meira magn til varðhalds í allt að 2 ár eða a.m.k. 60 „dagsekta". — Finnska hjúskaparlaganefndin birti 10. nóvember tillögur sínar um ný lög um fjármál hjóna. M. a. er lagt til, að eignum hjóna skuli ekki skipt til helm- inga við skilnað, nema þau hafi verið gift í 10 ár. Þó skuli sérreglur vera um íbúðarhúsnæði hjónanna. Ýmis atriði I þessum finnsku tillögum virðast miða að því að koma í lög svipuðum ákvæðum og gilt hafa undanfarna áratugi í Vestur-Skandinðvíu. — Finnski þingumboðsmaðurinn (,,JO“) hefur opinberlega brýnt fyrir félags- málanefndum sveitarfélaga að vanda umsagnir sínar til dómstóla um forræði barna eftir skilnað foreldra. Virðist tilefnið vera gagnrýni á, að of oft sé móð- urinni veitt forræðið. Þ. V. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.