Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 38
ig má ákveða að halda regluleg dómþing utan þessara staða. Lögrétta á að vera fyrsta dómsstig í öllum þeim einkamálum og opinberum mál- um, sem talist geta meiri háttar. f öllum öðrum málum, þ.e. þeim sem talist geta minni háttar og fógeta-, skipta- og uppboðsmálum, er lög- réttan hins vegar hugsuð sem áfrýj unardómstóll frá þeim dómstólum sem nú teljast héraðsdómar, sbr. nánar 16. gr. frumvarpsins. Samkvæmt þessu verða dómsstig þrjú hér á landi, ef frumvarpið verður lögfest. Hvert einstakt mál fær þó aðeins meðferð á tveimur dómstigum nema í undantekningartilvikum. Þá er og gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að engum málum verði áfrýjað til lögréttu, sem ekki nema a.m.k. 25 þús. kr., þannig að miðað er við sama lágmark áfrýjun- arfjárhæð og nú gildir. Fyrirmynd að umræddu frumvarpi er landsrétturinn danski. Frum- varpið er þó rækilega sniðið að íslenskum aðstæðum. Slík vinnubrögð eru oft vænleg til árangurs. Ef umrætt frumvarp nær fram að ganga, er ljóst, að þrjú mikilvæg markmið nást: 1. Meiri og gleggri aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds í þeim dómsmálum, sem verulega þýðingu hafa. 2. Minnkað álag á Hæstarétt, en það er nú of mikið. 3. Aukið starfslið almennt til dómstólanna. Helstu ókostir þessa frumvarps blasa hins vegar við, en þeir eru auk- in ríkisútgjöld. Þó er á það að benda, að viss stemmning er nú fyr- ir að hlúa betur að dómstólum en gert hefur verið oft áður. Sem ókost má ennfremur nefna erfiðleika fyrir aðila og vitni að sækja dómþing. Þó má draga mikið úr þessum galla, ef tekst að koma á svonefndum aðalflutningi eins og nú er stefnt að. Auk þess er að sjálfsögðu unnt að koma á reglulegum þingum utan Reykjavíkur og Akureyrar eða halda þing utan þessara staða í einstakt skipti. Tæpast getur þessi ókostur talist þungur á metunum. Undirtektir þær, sem frumvarpið hefur fengið, hafa sumpart verið daufar. Menn hafa fundið því ýmislegt til foráttu, m.a. heiti dómstóls- ins, menn hafa talið að ná mætti sama markmiði með öðrum hætti o.s.frv. Sumir lögfræðingar virðast jafnvel vera á móti frumvarpinu, án þess að hafa kynnt sér efni þess verulega. Það er hins vegar mín skoðun, að þeir, sem á annað borð telja verulega eftirsóknarvert að ná framangreindum markmiðum, og þá sérstaklega gleggri aðgreiningu milli framkvæmdavalds og dómsvalds, ættu nú að sameinast um þetta frumvarp. Vafalaust er, að frumvarpið fæli í sér réttarbót, ef lögfest yrði. Aðrar hugmyndir um svipað efni og frumvarpið hefur að geyma, hafa áður komið fram. Sumar þeirra eru athyglisverðar, en frum- 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.