Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 23
andi. Dómstólar nieta það hverju sinni, hvort brot sé svo stórfellt eða hættulegt, að ástæða sé til refsihækkunar. Opinber ákæra er háð kröfu þess, sem misgert er við, jafnvel þótt refsihækkunarástæður séu fyr- ir hendi. IX. Opinber frásögn af einkamálefnum annars manns. 1) 1 229. gr. alm. hgl. er lögð refsing við því að skýra opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn. Samkvæmt greinargerð er ætlazt til, að í þessari grein felist óbreytt regla 222. gr. hgl. 1869, þ.e.a.s. hins danska texta þeirrar greinar, sem er réttari. 222. gr. hljóðar svo: Að skýra svo frá opinberlega um hagi einstakra manna og heimilisástæður, að það raski friði marma á milli, varðar sektum frá 5 rd. til 109 rd. eða einföldu fangelsi allt að 3 mánuðum. I danska textanum var notað orðalagið „personlige og huslige Forhold“, eins og í dönsku hgl. 1866. 2) Andlag brots eftir 229. gr. er einkamálefni annars manns. Ætl- azt er til, að þetta orðalag sé skilið á líkan veg og „personlige og huslige Forhold“ í hgl. 1869, sbr. greinargerð. Hér er um eins konar vísi- reglu að ræða, enda hlýtur mat á því, hvað telj ist einkamálefni, að fara nokkuð eftir réttarvitund og aldaranda á hverjum tíma. Ekki verður allt talið til einkamálefna nú, sem var það árið 1869. Meðal atriða, sem áhrif geta haft á þetta mat nú á dögum, má nefna þjóðfélagsstöðu þolanda, afstöðu hans sjálfs til málefnis svo og eðli málefnis og tengsl þess við (aðra) almannahagsmuni. Eftir eðli málefnis og tengslum þess við opinbera hagsmuni má greina að þrjú afbrigði, þótt skilin á milli séu óljós: a) heimili og fjölskyldulíf, b) hrein persónumálefni, c) fjármál, skattamál, atvinnumál o.fl. Um málefni, er vai'ða heimili og fjölskyldulíf, er yfirleitt enginn vafi. Til þeirra teljast t.d. mataræði fjölskyldu, heimilisvenjur, tóm- stundagaman, svo sem lestur, spilamennska og iðkun íþrótta, kynlíf, trúlofanir, skilnaðarmál, uppeldisvandamál og fjölskylduerjur. I Hrd. XXXIX, bls. 1007, var því haldið fram af stefnanda máls, að birting á nöfnum kynforeldra kjörbarns í óleyfi bryti í bága við vernd 229. gr. Ekki var tekin afstaða til þessa atriðis í dóminum, enda refsikrafa ekki gerð. Hrein persónumálefni eru t.d. framhjáhald, ástasamband ógiftra aðila, leynileg trúlofun, sjúkdómar, persónulegar kenjar og sér- vizka, sjálfsmorðstilraunir. Yfirleitt krefjast almannahagsmunir ekki opinberrar frásagnar eða umræðna um slík málefni. Vafi kann að 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.