Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 18
hvatningum. Þótt maður, sem ekki er viðriðinn frumbrotið, veiti slíkum gögnum viðtöku eða afli upplýsinga úr þeim á annan hátt og láti þær berast út, er það ekki brot gegn þessu ákvæði, en getur verið brot gegn 229. gr., ef birting upplýsinga er opinber. Hafi þriðji maður fengið gögnin í hendur, getur það varðað hann sjálfstæðri ábyrgð eftir 2. mgr. 228. gr. að ónýta þau eða skjóta þeim undan. 6) Eigendur einkagagna geta verið hvort sem er, einstaklingar, fé- lög eða stofnanir, sbr. greinargerð. Ekki skiptir heldur máli, þótt sá sé látinn, sem gögnin varða eða bréf hefur verið sent til. Rétt til að höfða mál hafa þá tilteknir nánir vandamenn, sbr. 8. mgr. 25. gr. alm. hgl. 7) Ásetningur er saknæmisskilyrði. Mistök eða misskilningur geta útilokað ásetning, t.d. ef maður hefur óvart opnað bréf og lesið eða kynnt sér önnur gögn í þeirri trú, að hann hefði heimild til þess. Sama máli gegnir, ef hann gerir það í þeirri trú, að réttlætingarástæður eins og samþykki eða óbeðinn erindrekstur séu fyrir hendi. Ef gerandi aft- ur á móti heldur bréfi fyrir réttum viðtakanda, eftir að honum eru orðin ljós mistökin, verður hann brotlégur skv. 2. mgr. 228. gr. (dolus subsequens). Vafasamt er, að 228. gr. eigi við um misnotkun upplýs- inga, eftir að einkagögn hafa af vangá verið skoðuð og síðan afhent réttum viðtakanda (umráðamanni), sbr. þó Stephan Hurwitz, Speciel del, bls. 299. Opinber birting þeirra kann að varða við 229. gr. 8) Concursus. Sérákvæðið um bréfleynd í 137. gr. alm. hgl. tæmir sök gagnvart almenna ákvæðinu í 228. gr. að því leyti sem efnissvið greinanna fellur saman. Efni hinnar síðargreindu er talsvert víðtæk- ara. Beita má 229. gr. jafnframt, ef fremjandi brots gegn 228. gr. skýr- ir opinberlega frá einkamálefnum annars manns úr gögnum, sem hann hefur verið að hnýsast í. Ákvæði 228. gr. gæti tæmt sök gagnvart 231 gr., ef ásetningur er til þess frá upphafi að ryðjast inn í einkahí- býli til að hnýsast í skjöl eða önnur einkagögn. Vakni ásetningur til að hnýsast í skjölin fyrst eftir að húsbrot hefur átt sér stað, er fræði- lega rétt að beita saman 228. og 231. gr. Ef bréf eða önnur einkagögn hafa fjárgildi, getur óheimil taka þeirra varðað við 244. gr. eina. VIII. Húsbrot (röskun á húsfriði). 1) 1 231. gr. er ákvæði, sem m.a. er ætlað að styrkja friðhelgi heim- ilisins, sbr. 66. gr. stjórnarskrárinnar. Brot gegn ákvæðinu er oft kall- að húsbrot, en það heiti kemur ekki fram í ákvæðinu sjálfu og er reyndar of þröngt eins og það er nú orðað. I 223. gr. hgl. 1869 var hins vegar beinlínis vikið að friðhelgi heimilisins. Brotið var fólgið í því að raska þeirri friðhelgi með því að ryðjast heimildarlaust inn í 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.