Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 50
taka upp fast samband á þessu sviði við hliðstæðar stofnanir erlendis. Aðr- ar leiðir eru starfshópar, sem mannaðir eru frá stofnunum frá fleiri en einu landi, umræðufundir og málþing (,,seminör“). (5) Farið var mörgum orðum um mikilvægi rannsókna og hvatt til sam- vinnu milli landa með svipuðum hætti og rætt var um í sambandi við fram- haldskennslu. Minnt var á gildi rannsóknarstofnana og bent á ráð til efling- ar samstarfi þeirra með sem minnstum aukakostnaði. Athygli var vakin á nauðsyn aukinna rannsóknarstyrkja o.fl. Endurskoðun og endurbætur löggjafar (3. nefnd) Ályktunarnefnd 3. umræðuhópsins hvatti til, að sett yrði á fót eins konar samstarfsnefnd um samanburðarlögfræði til þess að greiða fyrir samstarfi Evrópuríkja um löggjafarmálefni. Nefndin taldi sig þó ekki réttan aðila til að leggja fram ákveðnar tillögur um slíka samstarfsnefnd, en benti á ákveðnar leiðir, t.d. um val manna í starfsnefndina. Þá kom fram tillaga um að semja yfirlit yfir gildandi rétt á tilteknum réttarsviðum (,,restatements“) og þá fyrst á sviði kröfu- og samningaréttar. Einnig var lagt til, að hafist yrði handa um samningu lagafrumvarpa, sem gætu orðið fyrirmynd að lögum um sama efni í sem flestum Evrópuríkjum. Eins og sjá má af því, sem nú hefur verið rakið, eru niðurstöður ráðstefn- unnar fremur almenns eðlis eins og oft vill verða um ályktanir stórra funda og þinga. Eðli málsins samkvæmt geta menn þó naumast vænst annars. Ráðstefnuna sóttu einstaklingar með ólíkar skoðanir, menn frá löndum, sem að mörgu leyti búa við ólíkan menningararf og réttarkerfi. Ríki í Evrópuráð- inu eru mjög misstór og misauðug að menningarlegum og efnahagslegum gæðum. Þetta og ýmislegt annað veldur því, að viðhorf manna til viðfangs- efna ráðstefnunnar eru mismunandi. Ályktanir ráðstefnunnar bera því merki málamiðlunar. Gildi þátttöku í ráðstefnum lagadeilda Svo sem fyrr segir höfðu framsögumenn ráðstefnunnar lagt fram skrifleg- ar greinargerðir um umræðuefni löngu áður en ráðstefnan hófst. Voru þær yfirleitt mjög vandaðar og allítarlegar. Raunin varð og sú í umræðuhópn- um, sem íslenski fulltrúinn sat í, að í ræðum manna kom fram furðulítið mark- vert umfram það, er lesa mátti um í skriflegu greinargerðunum. Menn kunna því að segja, að betur væri heima setið. Því er til að svara að utan funda á ráðstefnum sem þessum gefst tækifæri til að kynnast erlendum starfsbræðr- um og af þeim má margt læra. Ýmsar upplýsingar, er fást í viðtölum, eru ekki fáanlegar með öðru móti, hvorki með bréfaskriftum né lestri fræði- bóka og tímarita. Háskóli íslands er að mörgu leyti mjög einangraður og verður að nota öll tækifæri til tengsla við háskóla utan lands. Persónuleg kynni íslenskra og erlendra lagakennara hafa orðið lagadeild Háskóla ís- lands að meira gagni en margan grunar. Er ekki ofmælt að segja, að laga- deild sé lífsnauðsyn að halda þeim áfram. Má hér minna á það, að engin Norðurlandasamtök lagadeilda eru til, og meðan svo er, verður að vona, að Evrópuráðið gangist fyrir, að ráðstefnur af þessu tagi verði haldnar reglulega á næstu árum. Arnljótur Björnsson. 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.