Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 17
geranda undan refsingu. Verknaðarlýsing þessa ákvæðis er nokkuð frábrugðin danska ákvæðinu („bryde et brev“), en samkvæmt því þarf ásetningur ekki að ná til þess að kynna sér efni gagnanna. Bæði full- framning og saknæmi takmarkast við, að bréf sé rifið upp eða inn- sigli rofið. Sögnin að hnýsast í 228. gr. verður aftur á móti skýrð þannig, að gerandi þurfi að hafa kynnt sér efni bréfa eða annarra einkagagna. Þessi skilningur styðst einnig við orð greinargerðar. Ekki nægir, að menn kynni sér heimildarlaust efni einkagagna, held- ur er líka áskilið, að gerandi hafi komizt yfir gögnin með brögðum, opnað bréf, farið í Iæsta hirzlu eða beitt annarri áþekkri aðferð. í greinargerð eru notuð orðin: „með tilteknum hætti, sem telst sérstak- lega vítaverður." 1 ákvæðinu eru taldar upp nokkrar slíkar vítaverðar aðferðir, sem einna algengastar mega teljast. Þar fyrir utan verða dómstólar að meta háttsemina hverju sinni og hvort aðferðin sé áþekk þeim, sem nefndar eru (rúm lögskýring). Ekki verður áskilið, að bréf eða önnur gögn séu lokuð, þegar ger- andi kemst yfir þau, enda beri þau með sér að hafa verið send lokuð eða innsigluð eða eigi samkvæmt eðli sínu að fara leynt, t.d. ýmis skjöl og dagbækur. Þó að viðtakandi bréfs hafi þegar lesið það, breytir það engu um ábyrgð geranda. Hins vegar er hæpið, að það varði geranda refsiábyrgð eftir þessu ákvæði, þótt hann lesi bréf, sem liggur opið á glámbekk á stórum vinnustað. Annað kann þó að gilda um ókunnugan mann, sem kemst inn á vinnustaðinn með brögðum eða annarri áþekkri aðferð (húsbrot að næturlagi) og hnýsist í einkagögn starfsmanns. Gæta verður að því, að brot gegn 228. gr. er brot gegn friðhelgi einka- lífs. Það háttalág manns að láta einkabréf liggja þannig á glámbekk, að vinnufélagar hans geti lesið það um leið og þeir ganga fram hjá skrif- borði hans, má eftir atvikum skýra sem þegjandi samþykki hans til, að hver sem er kynni sér efni bréfsins, sbr. Straffelovrádets betænkning nr. 601/1971, bls. 26—27. 1 2. mgr. 228. gr. er lögð refsing við því að ónýta eða skjóta undan umræddum einkagögnum án þess að um sé að ræða röskun sönnunar- gagna, sbr. 2. mgr. 112. gr. og 162. gr. Með þessum athöfnum er eig- andi eða annar réttur umráðamaður sviptur gögnunum um lengri eða skemmri tíma, ef um undanskot er að ræða, en ella fyrir fullt og allt. Ekki skiptir þá máli, hvernig sökunautur hefur komizt yfir gögnin, en að sjálfsögðu verður eyðilegging eða undanskot að vera óheimilt, sbr. greinargerð. 5) Fremjandi brots skv. 1. mgr. 228. gr. getur einungis sá verið, sem sjálfur hnýsist í einkagögn eða á hlutdeild í þeim verknaði, t.d. með 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.