Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 22
að ekki hafi komið fram krafa um refsingu fyrir röskun á húsfriði) ; XX, bls. 96; XLV, bls. 843. Sama á við, ef maður gerist sekur um lík- amsárás og leitar aftur á sama stað og ryðst þá inn í hús, sbr. Hrd. XXI, bls. 333 (231. gr., sbr. 20. gr.). Þarna er bersýnilega tveimur brot- um til að dreifa. Hrd. XV, 172. Tveir lögreglumenn fóru heim til manns og tóku hann fastan. Sú handtaka var að ófyrirsynju, eins og á stóð, og var þeim refsað fyrir hana skv. 132. gr. alm. hgl. Húsráðandi krafðist þess, að lögreglumönnunum yrði einnig refsað skv. 231. gr. fyrir röskun á húsfriði. í dómi Hæstaréttar segir, að 132. gr. taki yfir alla sök ákærðu vegna húsleitar og handtöku í máli þessu. Þjófnaðarákvæði 244. gr. alm. hgl. tæmir sök gagnvart 231. gr., þeg- ar um innbrot í þjófnaðarskyni er að ræða. Á sama veg fer, ef maður ryðst inn í hús með þeim ásetningi að ræna þar einhvern. Þá tekur 252. gr. yfir alla sök geranda. Hrd. XXVII, 354(381). Þrír ungir menn rændu kaupmann í verzlun sinni að næturlagi. í forsendum dómsins segir m.a. svo: „Telja verður sannað, að sá hafi verið tilgangur þeirra félaga, eftir að þeir urðu varir við S. í Aust- urstræti, að hafa út úr honum fé, að vísu með góðu í upphafi. Þegar sýnt var, að R. hafði ekki orðið ágengt í því efni, verður ekki annað af gerðum ákærða Þ. og síðar J. ráðið en að þeir bafi ruðzt inn í búð hans með þeim ásetningi að hafa féð þá af honum með illu, úr því að það fékkst ekki með góðu. Verð- ur því að telja, að þeir hafi tekið ákvörðun um ránið, áður en þeir höfðu ruðzt í búðina. Var það því, eins og á stóð, óhjákvæmilegur þáttur í ráninu að ryðjast í búðina, en verður ekki talið sem sjálfstæður undanfari ránsins, þó að það á hinn bóginn auki saknæmi verknaðarins. Verður þessi liður ákærunnar því ekki til greina tekinn, en ákærðu J. og Þ. sýknaðir af ákæru um brot á 231. gr. hegningarlaganna.“ Hafi aftur á móti vaknað ásetningur til auðgunarbrots eða annars brots að húsbroti afstöðnu, kemur til sakfellingar sérstaklega fyrir brot á 231. gr. Hrd. XXXI, 203. Ákærðu var m.a. gefið að sök að hafa við upphaf aðfarar sinn- ar að bóndanum í Svartagili neitað að fara út úr bænum þrátt fyrir áskoranir bóndans. Eftir það réðust þeir á húsráðanda og urðu þess valdandi, að bærinn brann. Bæði í héraði og í Hæstarétti var dæmt skv. 231. gr. ásamt 217. gr. og 2. mgr. 257. gr. 8) Refsihækkunarástæður. Samkvæmt 231. gr. má beita aukinni refsingu, ef sakir eru miklar, svo sem ef sá, sem brot framdi, var vopnaður eða beitti ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða brot er framið af fleirum saman, sbr. og 2. mgr. 70. gr. Upptalning þessi er ekki tæm- 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.