Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 46
Frá Lagaileild lláskólans EVRÓPURÁÐSTEFNA LAGADEILDA 1976 Fjórða Evrópuráðstefna lagadeilda var haldin í Strasbourg 6.—8. október 1976. Sat undirritaður ráðstefnuna fyrir hönd lagadeildar Háskóla íslands. Ráðstefnan var á vegum Evrópuráðsins og voru sams konar ráðstefnur haldn- ar 1968, 1971 og 1974. Um tvær hinar fyrstu vísast til greinar Þórs Vilhjálms- sonar í Úlfljóti 1971, bls. 217—223. Á þriðju ráðstefnunni (1974) var rætt um markmið og efni laganáms, kennsluaðferðir og mat á námsárangri. Hefur ekki verið fjallað um hana á prenti. Fulltrúar lagadeildar þá voru Jónatan Þórmundsson og Þór Vilhjálmsson, sem gerðu grein fyrir niðurstöðum ráð- stefnunnar á fundi lagadeildar 29. apríl 1974. Einnig skýrði Jónatan Þór- mundsson frá henni á fundi Orators 16. janúar 1975. Forseti fjórðu Evrópuráðstefnu lagadeilda var kosinn prófessor A. C. Chloros frá King’s College í Lundúnum. Þátttakendur voru um 150. Viðfangsefni ráðstefnunnar, umræður og greinargerðir Viðfangsefni fjórðu Evrópuráðstefnu lagadeilda var hlutverk samanburðar- lögfræði í kennslu, rannsóknum og starfi að lagaendurskoðun. Þátttakendur skiptust í þrjá umræðuhópa. Hópurinn, sem fulltrúi íslands var í, fjallaði um þátt samanburðarlögfræði í kennslu til kandidatsprófs eða samsvarandi prófs. Annar hópur ræddi um framlag samanburðarlögfræði á sviði rann- sókna og kennslu eftir kandidatspróf. Þriðji hópurinn ræddi um gildi saman- burðarlögfræðinnar við endurskoðun og endurbætur á löggjöf. Umræðu- hóparnir störfuðu tvo fyrstu daga ráðstefnunnar, en þriðja og síðasta daginn var allsherjarfundur, þar sem niðurstöður hópanna voru lagðar fram og rædd- ar. i hverjum umræðuhópi voru tveir framsögumenn, sem lagt höfðu fram skriflegar greinargerðir um umræðuefnið löngu áður en ráðstefnan hófst. í fyrsta umræðuhópnum voru framsögumenn þeir prófessorarnir Schmidlin frá háskólanum í Vínarborg og Tallon frá Parísarháskóla. í öðrum umræðuhópi voru frummælendur prófessor Giugni frá Rómarháskóla og prófessor Keyman frá háskólanum í Ankara. I þriðja hópnum höfðu framsögu prófessor Lando í Kaupmannahöfn og lögmaðurinn Marsh, en hann á sæti í bresku laga- nefndinni (Law Commission). Hér á eftir verður minnst á nokkur atriði varðandi viðfangsefni fyrsta um- ræðuhópsins, þ.e. samanburðarlögfræði i almennri kennslu. Ekki er ástæða til að skilgreina nákvæmlega hugtakið samanburðarlög- fræði, en það er notað í misvíðtækri merkingu. Almennt var þó aðeins fjall- 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.