Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Page 46
Frá Lagaileild lláskólans EVRÓPURÁÐSTEFNA LAGADEILDA 1976 Fjórða Evrópuráðstefna lagadeilda var haldin í Strasbourg 6.—8. október 1976. Sat undirritaður ráðstefnuna fyrir hönd lagadeildar Háskóla íslands. Ráðstefnan var á vegum Evrópuráðsins og voru sams konar ráðstefnur haldn- ar 1968, 1971 og 1974. Um tvær hinar fyrstu vísast til greinar Þórs Vilhjálms- sonar í Úlfljóti 1971, bls. 217—223. Á þriðju ráðstefnunni (1974) var rætt um markmið og efni laganáms, kennsluaðferðir og mat á námsárangri. Hefur ekki verið fjallað um hana á prenti. Fulltrúar lagadeildar þá voru Jónatan Þórmundsson og Þór Vilhjálmsson, sem gerðu grein fyrir niðurstöðum ráð- stefnunnar á fundi lagadeildar 29. apríl 1974. Einnig skýrði Jónatan Þór- mundsson frá henni á fundi Orators 16. janúar 1975. Forseti fjórðu Evrópuráðstefnu lagadeilda var kosinn prófessor A. C. Chloros frá King’s College í Lundúnum. Þátttakendur voru um 150. Viðfangsefni ráðstefnunnar, umræður og greinargerðir Viðfangsefni fjórðu Evrópuráðstefnu lagadeilda var hlutverk samanburðar- lögfræði í kennslu, rannsóknum og starfi að lagaendurskoðun. Þátttakendur skiptust í þrjá umræðuhópa. Hópurinn, sem fulltrúi íslands var í, fjallaði um þátt samanburðarlögfræði í kennslu til kandidatsprófs eða samsvarandi prófs. Annar hópur ræddi um framlag samanburðarlögfræði á sviði rann- sókna og kennslu eftir kandidatspróf. Þriðji hópurinn ræddi um gildi saman- burðarlögfræðinnar við endurskoðun og endurbætur á löggjöf. Umræðu- hóparnir störfuðu tvo fyrstu daga ráðstefnunnar, en þriðja og síðasta daginn var allsherjarfundur, þar sem niðurstöður hópanna voru lagðar fram og rædd- ar. i hverjum umræðuhópi voru tveir framsögumenn, sem lagt höfðu fram skriflegar greinargerðir um umræðuefnið löngu áður en ráðstefnan hófst. í fyrsta umræðuhópnum voru framsögumenn þeir prófessorarnir Schmidlin frá háskólanum í Vínarborg og Tallon frá Parísarháskóla. í öðrum umræðuhópi voru frummælendur prófessor Giugni frá Rómarháskóla og prófessor Keyman frá háskólanum í Ankara. I þriðja hópnum höfðu framsögu prófessor Lando í Kaupmannahöfn og lögmaðurinn Marsh, en hann á sæti í bresku laga- nefndinni (Law Commission). Hér á eftir verður minnst á nokkur atriði varðandi viðfangsefni fyrsta um- ræðuhópsins, þ.e. samanburðarlögfræði i almennri kennslu. Ekki er ástæða til að skilgreina nákvæmlega hugtakið samanburðarlög- fræði, en það er notað í misvíðtækri merkingu. Almennt var þó aðeins fjall- 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.