Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 26
sögn eftir það tæpast talin saknæm samkvæmt þessu ákvæði, sbr. Hurwitz, Speciel del, bls. 303, og Hrd. XLVI, bls. 578 (590). Þetta hefur einkum raunhæft gildi varðandi aðstöðu fjölmiðla til að flytja fréttir af afbrotum og meðferð dómsmála, sbr. Jónatan Þórmundsson, Opinbert réttarfar I, bls. 56—70. Þegar rannsókn máls fer fram í heyranda hljóði, dómari bannar ekki opinbera frásögn samkvæmt 3. mgr. 16. gr. 1. nr. 74/1974, og frásögnin er hvorki röng, villandi né óþarflega særandi, t.d. höfð beint eftir dómara, er yfirleitt enginn grundvöllur fyrir refsiábyrgð. Talsverður vafi leikur á því, hvort það varði við 229. gr. að flytja fréttir í fjölmiðlum af einkamálefnum manna, sem til umræðu hafa verið á opinberum félagsfundi. Hurwitz virðist gera ráð fyrir, að til slíkrar ábyrgðar geti komið, sbr. Speciel del, bls. 306, en hann gagn- rýnir þó jafnframt Rasting fyrir að ganga of langt í að léggja ábyrgð við heiðarlegum (loyal) fréttaflutningi. Um þetta efni gekk dómur í Danmörku 1934, að vísu varðandi ærumeiðingar. U 1934, 1130. Skýrt var í blaði frá ályktun, er samþykkt var á fjölmennum, opinberum fundi. Alyktun þessi fól í sér móðganir í garð lögreglunnar. Sýkn- að viar, þar sem atvik lágu svo til, að ályktunin hafði „en vis samfundsmæssig interesse“ og var rædd um land allt. Nokkur tilhneiging hefur verið til þess hjá fræðimönnum að virða fréttaflutning af opinberum ummælum um einkamálefni annarra sem saknæmt brot fremur en fréttaflutning af ærumeiðingum. Þetta er mjög vafasöm niðurstaða. Útbreiðsla ærumeiðinga er almennt refsi- verð, sbr. 234. og 235. gr. alm. hgl. Verður þá einnig að hafa í huga, að refsinæmi slíks söguburðar er yfirleitt ekki bundið við opinbera birt- ingu fremur en aðrar ærumeiðingar. Ætla má, að svipaðar reglur gildi um refsiábyrgð vegna fréttaflutnings af fundum, hvort sem þar koma fram ærumeiðingar eða upplýsingar um einkamálefni annarra manna, sbr. Straffelovrádets betænkning nr. 601/1971, bls. 31. c) Refsileysisástæður eru margvíslegar og um flest sameiginlegar friðhelgisbrotum og ærumeiðingum, m.a. samþykki. Ýmsar athafnir manna, svo sem eigin frásagnir og skrif í blöðum, má túlka sem þegj- andi samþykki þeirra til, að aðrir fjalli nánar um málið á opinberum vettvangi. Þær heimila þó auðvitað ekki ærumeiðandi ummæli. I 229. gr. eru sérstaklega nefndar ástæður, er réttlæti verknaðinn. Sem dæmi má nefna umsagnarskyldu, t.d. vitna, embættismanna, kennara, prófdómenda o.fl., sbr. Gunnar Thoroddsen, Fjölmæli, bls. 224—31. Einnig má nefna hagsmunagæzlu, sbr. Gunnar Thoroddsen, 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.