Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 33
eitt af meginatriðum frumvarpsins. Tillögurnar byggjast á þeirri hug- mynd, að meginhluti mála að fjölda til sé fyrst rekinn í héraði eins og nú er, t.d. víxilmálin, en erfiðustu málin fari fyrir 3 manna dóm í lögréttum landsins. Það er mikilvægt atriði en ekki aðalatriði, hvern- ig þessi hugsun er síðan útfærð í tillögunum um einstaka málaflokka. Réttarfarsnefnd var til síðustu stundar með það laust og bundið. Varð þá og að hafa hliðsjón af því, hve mörg mál lögrétturnar gætu hugsan- lega afgreitt árlega. Um málsmeðferð í lögréttunum eru ýmis atriði í frumvarpinu. Þeg- ar lögrétturnar eru fyrsta dómsstig skal yfirleitt fara með einkamál eftir núverandi reglum skv. tillögum réttarfarsnefndar, en þó eru ný- mæli í frumvarpinu um stefnuútgáfur. 1 opinberum málum er einnig ráðgert, að farið sé eftir núgildandi reglum, en þó eru ákvæði um, að þing skuli oftar sótt af hálfu saksóknara en nú er skylt og tíðkað. Ákvæðin um meðferðina, þégar lögrétta er fyrsta dómstig, eru stutt- orð í frumvarpinu, og að miklu leyti er látið við það sitja að vitna í ákvæði í lögum um meðferð einkamála og opinberra mála í héraði, þau sem nú gilda. 1IV. kafla frumvarpsins er aftur á móti að finna reglur um málskot til lögréttu, og eru þau ákvæði all ítarleg. Þau eru sennilega ekki að sama skapi nýstárleg, því að þau eru að verulegu leyti byggð á núgild- andi reglum um Hæstarétt. Eru þetta hin gamalkunnu ákvæði um áfrýjun og kæru. Meðal atriða, sem ekki eru eins og í núgildandi hæsta- réttarlögum, má nefna, að lagt er til að kæra skuli alla úrskurði fó- geta-, skipta- og uppboðsrétta, en ekki áfrýja hinum viðameiri, eins og nú er. Þá er sagt í frumvarpinu, að nýjum málsástæðum og sönn- unargögnum megi koma að í lögréttunum, en hins vegar ekki nýjum kröfum nema afsakanlegt sé, að krafan var ekki gerð í héraði. Er heim- ild til að koma að nýjum atriðum því ráðgerð rýmri í lögréttunum en nú er í Hæstarétti. í V. kafla lögréttufrumvarpsins eru ýmis ákvæði, sem ekki er tóm til að segja ítarlega frá. Ekki er ráðgert að jafnrík skylda verði til ágripsgerða í lögréttunum og nú er í Hæstarétti. Heimilið er að gera sérstakar ráðstafanir til að leiðbeina ólögfróðum aðilum, en ekki gert ráð fyrir almennri leiðbeiningaskyldu. Um hin vandasömu atriði um verkaskiptingu dómara og aðila eða réttara sagt dómara og lögmanna er svo sem að líkum lætur byggt á málsforræðisreglunni um einka- mál. Þó er ekki útilokað fremur en nú er skv. 113. gr. eml. að dómari byggi á málsástæðu, staðreynd, sem lögmaður hefur ekki vikið að. I opinberum málum er gert ráð fyrir, að dómarar í lögréttu hafi ekki 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.