Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 42
ui'taka rök Ilrafns fyrii’ kostum þess að hafa þennan hátt á. Þó skal sérstaklega nefnt, að með þessum hætti er líklegra, að allir dómarar finni fyrir sameiginlegri ábyrgð á dómstólnum og að meiri líkur eru á því, að hugmyndir hvers einstaks embættisdómara um stjórnun dóm- stóla fái notið sín. Auk þess minni ég á, að hér er lagt til, að sama regla verði tekin upp og nú gildir við Hæstarétt. Er mér ekki kunnugt um, að þessi skipan mála hafi reynst illa í Hæstarétti nema síður sé. 5. Ég er ekki ýkja hrifinn af 42. gr. frumvarpsins um það, að nýjum málsástæðum og gögnum megi koma að nokkurn veginn eftirlitslaust í áfrýjunarmálum í lögréttu. Þessi regla er talsvert rýmri en sam- svarandi regla í hæstaréttarlögum. Ég tel einmitt, að jafnvel Hæsti- réttur hafi verið of frjálslyndur í því að taka á móti nýjum gögn- um og ástæðum í áfrýjunarmálum. Þetta tel ég leiða til þess, að aðil- ar og umboðsmenn þeirra hugsi alls ekki nægjanlega um gagnaöfl- un og málsreifum á frumstigi, vegna þess að þeir treysta á, að úr þeirri vanrækslu megi bæta í Hæstarétti. Margir munu mér sam- mála um, að einmitt þetta atriði valdi oft erfiðleikum í rekstri dóms- mála og að fremur ætti að herða skyldur lögmanna og aðila í þessu efni en að draga úr þeim. I greinargerð með frumvarpi til lögréttulaga er þessi regla að vísu rökstudd með því, að hlutverk lögréttu sé almennt líkara 1. dómstigi en hlutverk Hæstaréttar nú. Ef þessari skoðun er gefið undir fótinn, óttast ég, að málsmeðferð á fyrsta dómstigi verði ekki nema sýndar- mennska, og að aðalvinnan lendi síðan á lögréttu, þegar málum er áfrýjað þangað. 1 heild ætti þvert á móti að gera strangar kröfur til aðila um að vanda málatilbúnað sinn þegar á frumstigi máls. Síðan ætti í aðalatriðum að láta aðila bera hallann af því, ef síðar kemur í ljós, að málatilbúnaðui' á frumstigi gat verið annar og fullkomnari og vanrækslu er um að kenna. Þessi regla er að vísu hörð í garð aðila og gæti leitt til þess, að dómar yrðu oftar efnislega rangir. Hún er hins vegar miklu fljótvirkari heldur en það kerfi, sem við nú bú- um við í framkvæmd. Skjótari málsmeðferð er líka þáttur af rétt- læti eins og fyrr var getið. Af svipuðum toga eru spunnar athuga- semdir mínar varðandi áfrýjunarfresti til lögréttu samkvæmt 28. gr. frumvarpsins. Þar er í aðalatriðum lagt til, að áfrýjunarfrestir séu þeir sömu og nú tíðkast. Ég tel, að áfrýjunarfrestir hér á landi í al- mennum einkamálum í framkvæmd (þ.e. 3 + 6 mán.) séu of langir. Ég hef ekki komið auga á rök, sem mæli með svo löngum áfrýjunar- frestum nú á dögum. 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.