Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 7
BJÖRN HALLDÓRSSON Björn Halldórsson lögfræðingur og bóndi að Syðri-Brennihóli í Eyjafirði andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. apríl síðast- liðinn. Hann fæddist að Ljósavatni í Þingeyjarsýslu 12. september 1905. Foreldrar hans voru hjón- in Halldór Einarsson, bóndi að Skógum í Fnjóskadal og Guðný Kristín Björnsdóttir frá lllugastöðum í Fnjóskadal. Björn fluttist ungur til Akureyrar með for- eldrum sínum, sem bjuggu þá um skeið á býl- inu Litlu-Hlíð ofan við bæinn. Síðan fluttist fjöl- skyldan að Lágafelli í Mosfellssveit og þar á eftir til Reykjavíkur en að lokum aftur til Akur- eyrar. Björn lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri vorið 1922 og hóf síðan nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1925. Að stúdentsprófi loknu hóf hann í fyrstu nám í norrænum fræðum við Há- skóla íslands en hætti við það og innritaðist í lagadeild. Embættisprófi í lög- fræði lauk hann 17. febrúar 1933. Að lagaprófi loknu starfaði Björn um tíma á lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, en um mitt ár 1933 fluttist hann til Akureyrar og kom þar upp eigin lögfræði- skrifstofu, sem hann starfrækti óslitið til ársins 1972. — Hann hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1940 og varð fyrstur lögfræðinga á Akureyri til að hljóta þau réttindi. Auk lögmannsstarfa síns annaðist Björn lengst af lögtaksstörf fyrir Akur- eyrarbæ sem fulltrúi bæjarfógeta. Björn naut trausts og virðingar sem lögfræðingur, og voru honum falin mörg og mikilvæg störf bæði af einstaklingum og opinberum aðilum. Hann átti m.a. sæti í verðlagsdómi, og um langt skeið var hann skipaður prófdóm- ari við málflutningspróraunir lögfræðinga. Þá var hann iðulega setudómari á Akureyri og víðar í málum, sem hinir reglulegu dómarar viku sæti í. Björn var mikill unnandi lista, var meðal stofnenda Tónlistarfélags Akur- eyrar og lék sjálfur vel á orgel og píanó. Hann las mikið og oft fram á nætur, einkum ef hann fann ekki annan tíma til lesturs. Björn hafði nokkur afskipti af stjórnmálum og var m.a. í framboði fyrir Þjóðvarnarflokkinn við bæjarstjórnarkosningar 1954 og Alþingiskosningar 1956. Einnig ritstýrði hann blaði sama flokks á þessum árum. Ekki verður Björns svo minnst, að ekki sé fjallað um búskap hans, sem var honum mikið áhugamál. Árið 1955 fluttist Björn að Knarrarbergi í Öngulsstaðarhreppi, sem hann keypti, og rak þar búskap samhliða lögfræðistörfum sínum til ársins 1959 að 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.