Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 7
BJÖRN HALLDÓRSSON Björn Halldórsson lögfræðingur og bóndi að Syðri-Brennihóli í Eyjafirði andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. apríl síðast- liðinn. Hann fæddist að Ljósavatni í Þingeyjarsýslu 12. september 1905. Foreldrar hans voru hjón- in Halldór Einarsson, bóndi að Skógum í Fnjóskadal og Guðný Kristín Björnsdóttir frá lllugastöðum í Fnjóskadal. Björn fluttist ungur til Akureyrar með for- eldrum sínum, sem bjuggu þá um skeið á býl- inu Litlu-Hlíð ofan við bæinn. Síðan fluttist fjöl- skyldan að Lágafelli í Mosfellssveit og þar á eftir til Reykjavíkur en að lokum aftur til Akur- eyrar. Björn lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri vorið 1922 og hóf síðan nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1925. Að stúdentsprófi loknu hóf hann í fyrstu nám í norrænum fræðum við Há- skóla íslands en hætti við það og innritaðist í lagadeild. Embættisprófi í lög- fræði lauk hann 17. febrúar 1933. Að lagaprófi loknu starfaði Björn um tíma á lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, en um mitt ár 1933 fluttist hann til Akureyrar og kom þar upp eigin lögfræði- skrifstofu, sem hann starfrækti óslitið til ársins 1972. — Hann hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1940 og varð fyrstur lögfræðinga á Akureyri til að hljóta þau réttindi. Auk lögmannsstarfa síns annaðist Björn lengst af lögtaksstörf fyrir Akur- eyrarbæ sem fulltrúi bæjarfógeta. Björn naut trausts og virðingar sem lögfræðingur, og voru honum falin mörg og mikilvæg störf bæði af einstaklingum og opinberum aðilum. Hann átti m.a. sæti í verðlagsdómi, og um langt skeið var hann skipaður prófdóm- ari við málflutningspróraunir lögfræðinga. Þá var hann iðulega setudómari á Akureyri og víðar í málum, sem hinir reglulegu dómarar viku sæti í. Björn var mikill unnandi lista, var meðal stofnenda Tónlistarfélags Akur- eyrar og lék sjálfur vel á orgel og píanó. Hann las mikið og oft fram á nætur, einkum ef hann fann ekki annan tíma til lesturs. Björn hafði nokkur afskipti af stjórnmálum og var m.a. í framboði fyrir Þjóðvarnarflokkinn við bæjarstjórnarkosningar 1954 og Alþingiskosningar 1956. Einnig ritstýrði hann blaði sama flokks á þessum árum. Ekki verður Björns svo minnst, að ekki sé fjallað um búskap hans, sem var honum mikið áhugamál. Árið 1955 fluttist Björn að Knarrarbergi í Öngulsstaðarhreppi, sem hann keypti, og rak þar búskap samhliða lögfræðistörfum sínum til ársins 1959 að 145

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.