Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 44
Frá Lögfræöingafélagi íslands SKÝRSLA UM FÉLAGSSTÖRFIN 1975—1976 1. Stjórn. Aðalfundur félagsins var haldinn 11. desember 1975, i aðalstjórn voru kosin: Jóhannes L. L. Helgason, Hallvarður Einvarðsson, Kristjana Jónsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Garðar Gíslason og Brynjólfur Kjartansson. Ekki þótti ástæða til, að félagið réðist í að koma sér upp skrifstofuaðstöðu né réði sér starfsmann. Tók félagið því ekki boði um að eiga hlut að skrifstofuað- stöðu í samvinnu við önnur félög háskólamanna, þegar húsnæði bauðst að Hverfisgötu 26, þar sem B.H.M. hefur skrifstofu sína. Félagið hefur haldið flesta almenna fundi sína í Lögbergi. Ritari lagadeildar var félaginu og innan handar um fundarboð til almennra félgsfunda. Fjárhagsleg afkoma félagsins á starfsárinu var góð. 2. Félagsfundir. Haldnir voru 5 fræðslufundir, þar af einn hádegisverðarfundur. Umræðuefni, fyrirlesarar og fundardagar voru sem hér segir: a. Skaðabótaréttur á undanhaldi, löggjöf og tillögur um afnám skaðabótarétt- ar; 4. febrúar. Arnljótur Björnsson prófessor. b. Frumvarp til laga um rannsóknarlögreglu ríkisins, breyting á lögum um meðferð opinberra mála, laga um skipun dómsvalds í héraði o.fl.; 10. marz. Björn Sveinbjörnsson hrd., formaður réttarfarsnefndar, og Haraldur Henrýs- son, sakadómari. c. Ný lög um fjölbýlishús; 20. apríl. Hrafn Bragason, borgardómari. d. Spjall um nokkur störf sýslumanna og hugmyndir að breyttri umdæma- skipan; 28. október. Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti. e. Um Mannréttindanefnd Evrópu; 24. nóvember (hádegisfundur). Gaukur Jör- undsson, prófessor. 3. Málþing um sjórétt. Félagið efndi til námskeiðs um sjórétt, og var það haldið í Grindavík 2. október. Námskeiðið var mjög vel sótt. Þar flutti Arnljótur Björnsson prófessor erindi um skaðabótaábyrgð útgerðarmanns utan samninga, Benedikt Sigur- jónsson hæstaréttardómari um flutningsábyrgð farmflytjanda, Gunnar Sæ- mundsson hdl. um réttarstöðu sjómanna og Ragnar Aðalsteinsson hrl. um af- 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.