Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 37
sinna. Dómarar eru ekki lýðkjörnir og munu aldrei fá stefnumótandi verkefni í lýðræðisþj óðfélag'i, en þeir hafa annað og mikilvægt hlut- verk, sem er að tryggja tilveru réttarríkis í landinu. Til að svo megi verða, þurfa afgreiðslur að ganga greiðlega eins og svo oft er talað um, en það þarf fleira. Það þarf fullkomlega óháða dómstóla, þjálf- aða dómara og skynsamlega verkaskiptingu milli dómsstiga. Að þessu er stefnt með lögréttufrumvarpinu. Ef til vill vaða höfundar þess reyk, aðrir verða að segja til um það að lokinni ítarlegri athugun. En fólk hefur ekki, síst dómarar og stjórnmálamenn, neinn siðferðilegan rétt til að láta hjá líða að skoða málið eða til að kveða upp sleggjudóma um það að óathuguðu máli eða til að láta aukaatriði blandast í umræð- ur um þau aðalatriði, sem hér er verið að fjalla um. Erindi Stefáns Más Stefánssonar I tillögum sínum hefur réttarfarsnefnd aðallega stefnt að tvennu, þ.e. hraðari málsmeðferð og meiri aðskilnaði dómsvalds og fram- kvæmdavalds. Réttarfarsnefnd hefur nú þegar skilað tillögum um hvort tveggja. Um hraða málsferð má þar til helst nefna frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála í héraði, en um að- skilnað dómsvalds og framkvæmdavalds má m.a. nefna frumvarp til lögréttulaga. Hér verður leitast við að sýna fram á helstu kosti hins síðarnefnda frumvarps og jafnframt benda á nokkra galla þess. Það skal þó tekið fram, að þessar ábendingar eru erigan veginn tæmandi, heldur aðeins til þess ætlaðar að vekja menn til umhugsunar um nokk- ur atriði. Strax í upphafi skal á það bent, að Hrafn Bragason borgar- dómari hefur ritað um þessi og skyld mál í TJlf 1 jóti 1. tbl. 1976. 1 rit- gerðinni ræðir hann ýmsar aðrar hugmyndir að breyttri dómstólaskip- an en þær, sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu um lögréttur. Hugmyndir þessar eru athyglisverðar og þarfnast nánari skoðunar. Það fellur hins vegar utan verkefnis míns hér að ræða þær nánar. 1 fyrrgreindri tímaritsgrein er ennfremur vikið að nokkrum annmörk- um, sem höfundur telur vera á núverandi frumvarpi til lögréttulaga. Eg get tekið undir ýmsar af þeim athugasemdum og verða þær þá eftir atvikum ræddar nánar hér á eftir. Kjarninn í frumvarpinu til lögréttulaga er sá að koma á fót nýjum dómstóli með aðsetri á tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Reykjavík (suður- og vesturland) og á Akureyri (norður- og austurland), en einn- 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.