Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 19
híbýli annars manns, eða synja að fara út úr þeim þrátt fyrir áskorun um að gera það. 2) Andlag'. Eftir eldri lögum var andlag brots bundið við híbýli ann- ars manns. Andlagið er nú mun víðtækara eftir 231. gr.: hús eða skip eða annar sökunaut óheimill staður. Aðalreglan felst í lokaliðnum. Hús og skip eru aðeins algeng dæmi slíkra staða, sem verndaðir eru fyrir umgangi og dvöl óviðkomandi manna. Óljóst er, hversu víðtækt andlagið er. Víst er þó, að það tekur til hvers konar mannvirkja og farartækja, svo sem verksmiðju, verkstæðis, útigeymslu, bílskúrs, bifreiða og flugvéla. Meiri vafi er aftur um garða, lóðir og húsnæði, sem opið er öllum. Hafa ber einnig í huga, að ekki þarf sama regla að gilda um andlagið í báðum verknaðarliðum ákvæðisins þrátt fyrir til- vísun í hinum síðari til hins fyrra. Hæpið virðist, miðað við forsögu og orðalag ákvæðisins, að landareignir, jarðir og opnar lóðir geti verið andlag slíks brots, sbr. hins vegar 11. gr., sbr. 37. gr. 1. nr. 47/1971, um náttúruvernd. 1 11. gr. er kveðið á um aðgang almennings að nátt- úru landsins og umgengni. Gangandi fólki er því aðeins heimil för um eignarlönd manna, að þau séu óræktuð og ógirt og að dvöl manna þar hafi ekki í för með sér ónæði fyrir búpening né óhagræði fyrir landeiganda. Sé land girt, þarf leyfi landeiganda til að ferðast um það eða dveljast á því. Sama gildir um ræktuð landsvæði. Brot varða sekt- um eða varðhaldi skv. 37. gr. Eðlilegt er að takmarka gildssvið 231. gr. við mannvirki og farartæki, en láta óheimila umferð manna og dvöl ella varða við sérákvæði laga og lögreglusamþykkta. 1 13. gr., sbr. 97. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur nr. 2/1930 með síðari breytingum er svofellt ákvæði: Án leyfis hlutaðeigandi húsráðanda má enginn láta fyrirberast á húslóð- um, húsriðum, húsþökum, girðingum, í garðshliðum eða á stöðum, þar sem inn er gengið í hús eða húslóðir, né fara inn í híbýli hans í söluerindum. -— Auk þess getur lögreglan bannað mönnum að hafast við á þessum slóðum, ef hún telur, að það geti valdið óþægindum eða hættu. Ætla verður, að þetta ákvæði og önnur sams konar muni tæma sök að því er varðar óheimila umferð eða dvöl í venjulegum görðum og lóð- um húsa í kaupstöðum. 3) Verknaður. 1 231. gr. felast tveir verknaðarliðir: a) að ryðjast heimildarlaust inn í hús eða niður í skip . . . og b) að synja að fara þaðan, þegar skorað er á mann að gera það. Sögnin að ryðjast inn veldur nokkrum túlkunarerfiðleikum. Hlið- stætt orðalag í dönsku hegningarlögunum til ársins 1972 („trænge sig 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.