Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 36
mikil — eða með öðrum orðum, hvort þeir vinna það verk, sem þeim er ætlað. Það er erfitt að svara þessari spurningu, því að erfitt er að segja, hvert hlutverk dómstólum er ætlað og hvað þeir í raun og veru hafast að. 1 samræmi við það, sem venjulegt er í fræðiritum, má segja sem svo, að dómsvaldið sé vald til að skera úr tilteknum réttarágrein- ingi. Við getum svo reynt að gera okkur grein fyrir, hvort dómstól- um sé í raun og veru falið þetta hlutverk í okkar samfélagi. Því mið- ur er ekki nærri eins mikið um þetta vitað og æskilegt er og vita mætti, ef rannsóknir hefðu verið gerðar. Ég tel líklegt að segja megi, að dómstólarnir þjóni fyrst og fremst atvinnulífinu og refsivörslunni. Þjónusta þeirra við atvinnulífið er bundin við beitingu reglna einka- málaréttarins, ekki reglna opinbers réttar, t.d. um atvinnuréttindi. Þá eiga dómstólar sem kunnugt er stóran hlut að skattheimtunni með lög- tökum. Við þetta bætist að sjálfsögðu, að dómstólar fjalla um mál frá öðrum sviðum þjóðlífsins, sifjaréttarmál og fáein mál um sam- skipti hins opinbera og einstaklinga, svo að dæmi séu tekin. Vafalaust hefurþaðþýðingu,aðdómstólar mega og geta tekið slík mál til meðferð- ar, en því miður eru þau alltof fá til að lagaleg sjónarmið séu nægi- lega ríkjandi á þessum sviðum og til að fordæmisreglur skipti þar verulegu máli. Það sem hér hefur verið sagt má draga saman með því að segja, að ég tel dómstólana vera að verða utangátta í nútíma- þjóðfélagi. Þótt þeir sinni hefðbundnum dómstólaverkefnum, hafa þeir ekki megnað að axla nýjar byrðar í þeim mæli, sem þörf hefði verið á. Svona hypotesa verður því miður hvorki sönnuð né afsönnuð miðað við núverandi þekkingarforða okkar um réttarfélagsfræðileg atriði, en ég tel margt benda til, að hún sé rétt og a.m.k. getur verið gagnlegt að líta á málin eins og svo væri. Við þetta má bæta því, að augljóst áhugaleysi á dómstólum er oft furðumikið. Nýlegt dæmi er ákvæði laga nr. 32/1976 um upptöku ólöglegs sjávarafla sem felur sjávarút- vegsráðuneytinu að ákveða upptöku ólöglegs afla með úrskurði. Og því miður er einnig svo, að stundum virðast dómarai’nir smeykir við að takast á við verkefni, sem falla utan hinna daglegu, hefðbundnu starfa eða skipta einhverju í dægurþrasinu í landinu. Dæmi um þetta er meðferð dómstóla á meiðyrðamálum. Og nú má vissulega spyrja, hvað þetta komi lögréttufrumvarpinu við. Sem fyrr segir er einn aðaltilgangur þess að skilja að dómsvald og framkvæmdavald. En þessu er margt annað tengt, og þegar á allt er litið, tel ég, að lögréttufrumvarpið sé helsta tilraunin, sem hér hef- ur verið gerð um langt skeið til að koma dómstólum landsins í það horf, að þeir geti tekist á við þau verkefni, sem þeim ber skylda til að 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.