Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 43
Ég hef nú tínt til nokkur atriði frumvarpsins, sem ég tel að þurfi að skoða nánar og eftir atvikum lagfæra. Verður hér látið staðar numið. í frumvarpinu er að finna ýmsar nýjungar, sem eru til bóta. Sem dæmi um þetta vil ég nefna, að úrskurðum iögréttu þurfa ekki að fylgja forsendur og reynt er með ýmsum hætti að koma í veg fyrir, að máli sé vísað frá dómi. Á þess í stað að víkja því til viðeigandi meðferðar. Auk þess má á ýmsan hátt sjá, að réttarfarsnefnd hefur lagt sig fram um það að gera formkröfur sveigjanlegar. Ég er ánægð- ur með ákvörðun þeirra verkefna, sem lögréttu eru fengin. Það telst einnig kostur, að verulega er dregið úr leiðbeiningarskyldu dómara. 1 þessu sambandi kemst ég ekki hjá því að minnast á frumvarp réttar- farsnefndar til breytinga á lögum um meðferð einkamála í héraði. Eins og áður segir, er þó aðalatriðið það, að með frumvarpinu að lögréttu er varpað fram athyglisverðri hugmynd, sem ég tel hæfa til að lögtaka með lítilsverðum breytingum. Þessi dómstóll væri án efa réttarbót og til þess fallinn að auka sjálfstæði dómstóla hér á landi. Ég tek undir það með fyrri framsögumanni, að ekki muni af veita, ef dómstólar eiga að geta rækt hlutverk sitt eðlilega í nútímaþjóðfélagi í stað þess að staðna og verða utangátta. Að erindum Þórs Vilhjálmssonar og Stefáns Más Stefánssonar lokn- um fóru fram almennar umræður. Þessir dómarar tóku til máls: Magn- ús Thoroddsen borgardómari, Steingrímur Gautur Kristjánsson hér- aðsdómari, Már Pétursson héraðsdómari, Hrafn Bragason borgardóm- ari, Bjarni K. Bjarnason borgardómari, Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður, Bogi Nílsson sýslumaður og Pétur Þorsteinsson sýslumað- ur, svo og Þór Vilhjálmsson. Ræðumenn voru ekki á einu máli, og væri fróðlegt, að sem flestir þeirra segðu frá skoðunum sínum hér í tímarit- inu á næstunni. 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.