Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 8
hann seldi þá jörð. Keypti hann þá jörðina Syðra-Brennihól í Glæsibæjar- hreppi og byggði þar upp hús öll. Meðan á byggingarframkvæmdum stóð, bjó hann á Akureyri, en flutti á jörðina og hóf búskap þar árið 1961 og bjó þar til æviloka. Árið 1948 kvæntist Björn Elísabetu Maríu Sigfússon frá Manitoba, og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru þrjú, Guðný við nám f Þýskalandi, Björn, sem annast rekstur búsins ásamt móður sinni, og Guðmundur Karl, sem er við nám í Kanada. Er ég minnist Björns, kemur upp í hugann, hversu víðlesinn og fróður hann var og hversu hispurslaus hann var í tali og framkomu. Ekki urðu þeir greindir í sundur, bóndinn Björn Halldórsson og lögfræðingurinn Björn Halldórsson, hvort sem hann var staddur í réttarsalnum eða á túninu. Líklega hefur hann sjálfur ekki greint á milli þessara starfa sinna. Síðasti dómurinn, sem hann samdi sem setudómari á Akureyri, endar á þessum orðum: „Dóm þennan kvað upp Björn Halldórsson, bóndi á Syðra-Brennihóli.“ Freyr Ófeigsson. Námsferð til Noregs Á vegum Dómarafélags islands hefur um skeið verið unnið að því að skipu- leggja námsferð til Noregs í þeim tilgangi að gefa félagsmönnum kost á að kynnast réttarfari þar í landi. Norska dómsmálaráðuneytið hefur tekið að sér að annast fyrirgreiöslu. Undirbúningi er nú svo langt komið, að verulegar líkur eru á, að ferðin verði farin 6.—11. júní n.k. Nánari upplýsingar um ferða- styrki, dagskrá o.fl. má fá, væntanlega áður en langt um líður, hjá undir- búningsnefndinni. í henni eru Haraldur Henrýsson, Hrafn Bragason og Þór Vilhjálmsson. Þjóðréttarnámskeið Sameinuðu þjóðirnar gangast fyrir námskeiði fyrir þjóðréttarfræðinga í Genf 6.—24. júní n.k. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 25—40 ára. Umsókn- ir skal senda fyrir 7. apríl. Forseti lagadeildar Háskólans, prófessor Arnljótur Björnsson, afhendir umsóknareyðublöð og veitir nánari upplýsingar. 146

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.