Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Blaðsíða 10
urleit innbyrðis. Ákvæðum 228.—230. gr. er einkum ætlað að tryggja frið um svokölluð einkamál manna, þannig að þau verði ekki á allra vitorði. Þessum ákvæðum tengjast önnur ákvæði hegningarlaga og sér- laga um þagnarskyldu, sbr. 115., 136. og 187. gr. alm. hgl. og t.d. lækna- lög nr. 80/1969, 10. gr. 1 231. gr. um húsbrot er m.a. heimili manna veitt vernd. Ákvæði 232. gr. leggur refsingu við ýmiss konar ofsókn- um og 233. gr. við tilteknum hótunum. Loks er svo nýtt ákvæði í 233. gr. a., er mælir fyrir um refsingu fyrir opinbera árás á hóp manna í mismununarskyni, sbr. 1. nr. 96/1973. 1 ritgerð þessari verður aðeins fjallað um brot gegn 228., 229. og 231. gr. 4) Ekki er ætíð ljóst, hver sé munur á brotum gegn friðhelgi einka- lífs og brotum gegn almannafriði, sbr. XIII. kafla alm. hgl. Sum brot, sem áður þóttu dæmigerð um röskun á almannafriði, t.d. guðlast skv. 125. gr. alm. hgl., hafa nú að miklu leyti glatað þessu einkenni sínu. Ekki verður þó sagt, að 125. gr. verndi eingöngu friðhelgi einkalífs, þar sem verndin lýtur ekki fyrst og fremst að trúarskoðunum og trúar- iðkunum einstaklinga, heldur að trúarkenningum og guðsdýrkun lög- legra trúarbragðafélaga hér á landi, þar á meðal þjóðkirkjunnar, sbr. einnig 3. mgr. 122. gr. alm. hgl. II. Grundvallarreglur laga um persónuvernd (þagnarvernd einkalífs). Þar sem refsiákvæði til verndar friðhelgi einkalífs þrýtur, hafa dómstólar hér á landi talið heimilt að beita því, sem kallað er grund- vallarreglur laga um persónuvernd eða þagnarvernd einkalífs (the í 228. gr. alm. hgl. eru ákvæði um brot gegn bréfleynd, í 229. gr. um opinbera frásögn af einkamálum annarra og í 231. gr. um húsbrot. Fáir dómar hafa gengið í Hæstarétti um þessi efni, en athygli manna hefur á síðustu árum beinst að þeim í vaxandi mæli — og að svip- uðum efnum varðandi vernd einkalífs. Stafar þetta af auknum umsvifum í skýrslugerð og breyttum viðhorfum blaðamanna til þess, hvað sé viðeigandi að birta á prenti og í útvarpi og sjónvarpi, svo og af nýjum útbúnaði til að afla upplýsinga án vitundar eða vilja þeirra, sem þær varða. í grein þeirri, sem hér birtist, ræðir Jónatan Þórmundsson prófessor, um ný viðhorf varðandi brot gegn friðhelgi einkalífs og skýrir síðan 228., 229. og 231. gr. alm. hgl. 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.