Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 10
urleit innbyrðis. Ákvæðum 228.—230. gr. er einkum ætlað að tryggja frið um svokölluð einkamál manna, þannig að þau verði ekki á allra vitorði. Þessum ákvæðum tengjast önnur ákvæði hegningarlaga og sér- laga um þagnarskyldu, sbr. 115., 136. og 187. gr. alm. hgl. og t.d. lækna- lög nr. 80/1969, 10. gr. 1 231. gr. um húsbrot er m.a. heimili manna veitt vernd. Ákvæði 232. gr. leggur refsingu við ýmiss konar ofsókn- um og 233. gr. við tilteknum hótunum. Loks er svo nýtt ákvæði í 233. gr. a., er mælir fyrir um refsingu fyrir opinbera árás á hóp manna í mismununarskyni, sbr. 1. nr. 96/1973. 1 ritgerð þessari verður aðeins fjallað um brot gegn 228., 229. og 231. gr. 4) Ekki er ætíð ljóst, hver sé munur á brotum gegn friðhelgi einka- lífs og brotum gegn almannafriði, sbr. XIII. kafla alm. hgl. Sum brot, sem áður þóttu dæmigerð um röskun á almannafriði, t.d. guðlast skv. 125. gr. alm. hgl., hafa nú að miklu leyti glatað þessu einkenni sínu. Ekki verður þó sagt, að 125. gr. verndi eingöngu friðhelgi einkalífs, þar sem verndin lýtur ekki fyrst og fremst að trúarskoðunum og trúar- iðkunum einstaklinga, heldur að trúarkenningum og guðsdýrkun lög- legra trúarbragðafélaga hér á landi, þar á meðal þjóðkirkjunnar, sbr. einnig 3. mgr. 122. gr. alm. hgl. II. Grundvallarreglur laga um persónuvernd (þagnarvernd einkalífs). Þar sem refsiákvæði til verndar friðhelgi einkalífs þrýtur, hafa dómstólar hér á landi talið heimilt að beita því, sem kallað er grund- vallarreglur laga um persónuvernd eða þagnarvernd einkalífs (the í 228. gr. alm. hgl. eru ákvæði um brot gegn bréfleynd, í 229. gr. um opinbera frásögn af einkamálum annarra og í 231. gr. um húsbrot. Fáir dómar hafa gengið í Hæstarétti um þessi efni, en athygli manna hefur á síðustu árum beinst að þeim í vaxandi mæli — og að svip- uðum efnum varðandi vernd einkalífs. Stafar þetta af auknum umsvifum í skýrslugerð og breyttum viðhorfum blaðamanna til þess, hvað sé viðeigandi að birta á prenti og í útvarpi og sjónvarpi, svo og af nýjum útbúnaði til að afla upplýsinga án vitundar eða vilja þeirra, sem þær varða. í grein þeirri, sem hér birtist, ræðir Jónatan Þórmundsson prófessor, um ný viðhorf varðandi brot gegn friðhelgi einkalífs og skýrir síðan 228., 229. og 231. gr. alm. hgl. 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.