Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 51
Frá Bandalagi háskólamanna ÞING SAMTAKA NORRÆNA HÁSKÓLAMANNA Þing samtaka háskólamanna á NorSurlöndum var haldið í Reykjavík dag- ana 1.—3. september s.l., en slík þing eru haldin á 3 ára fresti. Þingið sátu 170 fulltrúar samtaka háskólamanna á Norðurlöndum. Þessi samtök hafa innan sinna vébanda u.þ.b. hálfa milljón háskólamanna, sem starfa ýmist hjá opinberum aðilum, einkaaðilum eða sjálfstætt. Á þinginu voru flutt framsöguerindi um eftirtalin efni: Hlutverk samtaka háskólamanna í þjóðfélaginu, sérstaklega með tilliti til launastefnu (Osborne Bartley, SACO/SR, Svíþjóð). Vinnumarkaðsmál (Ragnhildur Helgadóttir, BHM, ísland og Eskil Hohwy, AC, Danmörk) og Atvinnulýðræði (Ö. J. Aksnes, AF, Noregur og Olle Hessleborn, SACO/SR, Svíþjóð). Á eftir framsöguerindun- um voru hringborðsumræður og síðan almennar umræður. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem formenn bandalaganna gáfu í lok þingsins, segir m.a.: „Ákveðið hefur verið að vinna að mótun sameiginlegrar afstöðu til at- vinnulýðræðis og starfsaðstöðu. Ennfremur er ætlunin að vinna sameigin- lega að athugunum á aðstöðu háskólamanna til sjálfstæðrar starfsemi. Nokkr- ar breytingar eru að gerast í þeim efnum, sem geta leitt til þrengri að- stöðu sjálfstætt starfandi manna. Það er skoðun formannanna, að jafnrétti kynjanna sé mikilvægt mál og sameiginlegt verkefni samtakanna. Við höfum hér í Reykjavík náð samkomulagi um sameiginlega tillögu um, hver skuli vera grundvöllur menntunar mennta- og framhaldsskólakenn- ara. Þessi tillaga felur í sér þá eindregnu skoðun, að menntun þessara kenn- ara verði á komandi árum að vera tengd rannsóknastarfsemi í viðkomandi greinum og í tengslum við aðra háskólamenntun. Við höfum einnig rætt um tillögu, sem fram kom í Norðurlandaráði um norræna stofnun, sem fjaliaði um málefni vinnumarkaðarins. Afstaða okkar til þessarar tillögu er jákvæð, því að háskólamenntaðir menn á Norðurlöndum hafa sums staðar átt við at- vinnuleysi að stríða, og ætla má, að hér geti verið um vaxandi vandamál að ræða.“ í sambandi við þingið var haldinn árlegur fundur Nordisk akademikerrád hinn 31. ágúst s.l. Þar var m.a. fjallað um skipulag samstarfs háskólamanna á Norðurlöndum. Var ákveðið, að á næsta starfsári yrði sérstaklega fjallað um atvinnulýðræði og vandamál sjálfstætt starfandi hskólamanna, og mun sænska bandalagið SACO/SR boða til starfsmannafundar um þau efni á starfsárinu. Guðríður Þorsteinsdóttir. 189

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.