Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 49
milliríkjaverslunarréttur og síðast en ekki síst ýmsar sérgreinar stjórnarfars- réttar, verði ofar á óskalistanum við umræður um nýjar kennslugreinar í lög- fræði við Háskóla Islands. Niðurstöður ráðstefnunnar Á lokafundi ráðstefnunnar voru lagðar fram ályktanir nefnda, sem hver umræðuhópur hafði kosið. Tillögur þessar voru ræddar og síðar samþykktar í meginatriðum. Verður nú efni ályktananna rakið í stórum dráttum. Almenn kennsla (1. nefnd) Talið var, að kennsla í samanburðariögfræði gegni tvíþættu hlutverki. Hún veiti stúdentum víðtækan skilning á rétti þeirra eigin ríkis og á lögum, sem skipta máii í alþjóðasamskiptum og viðskiptum innan Evrópu. Þá veiti nám í samanburðarlögfræði mönnum nauðsynlega þekkingu til að geta unnið að lögfræðistörfum bæði í þágu opinberra- og einkaaðila. Því næst ræðir í ályktuninni um leiðir til að greiða fyrir námi í samanburð- arlögfræði. (1) Stúdentar afli sér grundvallarþekkingar í tungumálum áður en háskóla- nám hefst, en lagaskólar sjái um, að stúdentar geti aukið þessa þekkingu, helst með tilliti til lögfræðilegra hugtaka. (2) Laganemum verði gert skylt að sækja byrjendanámskeið í samanburð- arlögfræði og taka próf að því loknu. (3) Frekari menntun í samanburðarlögfræði verði sniðin eftir aðstæðum í hverri lagadeild fyrir sig. (4) Aukin kennsla í samanburðarlögfræði krefst aukinna kennslukrafta. Skipti á háskólakennurum verði aukin og greitt verði fyrir stúdentum, sem óska eftir að stunda hluta náms síns erlendis og vinna að samanburði á réttarreglum í tveimur eða fleiri ríkjum. Kennsla og rannsóknir eftir kandidatspróf (2. nefnd) Eftirfarandi niðurstöður komu fram í umræðum 2. umræðuhópsins. (1) Mikilvægt er, að lagadeildir og rannsóknarstofnanir í lögfræði skiptist á upplýsingum. (2) Velja verður rannsóknaraðferðir eftir eðli verkefnis. Lögfræðingar, sem búa við breskt réttarkerfi, nálgast viðfangsefnin öðru vísi en starfsbræður þeirra á meginlandi Evrópu, en ekki var það talið valda neinum grundvallar- mismun. (3) Með ,,teoretískri“ kennslu erlends réttar ætti að veita fræðslu um lög- fræðileg hugtök viðkomandi tungumáls. Semja þarf fleiri lögfræðiorðabæk- ur, sem taka til fleiri en eins tungumáls, og er ekki fullnægjandi að hafa þýð- ingar á einstökum orðum heldur verða að fylgja skýringar og skilgreiningar. (4) Á sviði framhaldskennslu í samanburðarlögfræði er ekki einungis þörf á að mennta lögfræðinga, er stunda nám í beinu framhaldi af kandidatsprófi, heldur einnig menn, sem þegar hafa unnið að hagnýtum lögfræðistörfum (endurmenntun og framhaldsmenntun lögmanna, dómara, stjórnsýslulögfræð- inga o.fl.). Eindregið var mælt með dvöl erlendra kennara við háskóla til kennslu laga heimalands þeirra, og mælst var til þess, að afnumin væru höft á kennaraskiptum. Þá var skorað á háskóla og aðrar rannsóknarstofnanir að 187

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.