Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 27
Fjölmæli, bls. 232—49. Undir hana fellur m.a. kæruréttur einstaklinga og aðrir hagsmunir réttargæzlu, hagsmunir málfrelsis á löggjafarsam- komu þjóðarinnar, hagsmunir listtjáningar og vísinda. Hagsmunir vísindanna geta réttlætt frásögn af einkamálefnum ann- arra, enda sé gætt nafnleyndar eftir því sem unnt er. Sálfræðingur eða læknir skrifar í tímarit um athuganir sínar á tilteknum mönnum. Sé hinn vísindalegi tilgangur aðeins yfirvarp, búningur ósæmilegur eða nafna getið að óþörfu, getur refsiábyrgð vissulega komið til greina, sbr. Gunnar Thoroddsen, Fjölmæli, bls. 241—42. Hið rýmkaða mál- frelsi til vísindalegra umræðna eða gagnrýni á fyrst og fremst við um birtingu í fræðiritum, en er þó senniléga ekki takmarkað við slík rit. d) Fullframið er brot gegn 229. gr., þegar frásögn hefur birzt í fjöl- miðlum eða annars staðar, þannig að hún teljist opinber orðin. Ekki er nægilegt, að upplýsingar séu t.d. komnar til vitundar ritstjóra eða fundarstjóra á almennum, opnum fundi, og það jafnvel þótt sá, er upplýsingarnar lét í té, hafi ætlazt til, að þær yrðu gerðar heyrinkunn- ar. Ef blaðamönnum er boðið á fund, sem öðrum er lokaður, verður kynning einkamálefnis þar yfirleitt að teljast opinber og brot þar með fullframið, sbr. Rasting, Presseretten, bls. 32—33. 5) Þolendur brots gegn 229. gr. geta verið hvort sem er einstakling- ar eða ópersónulegir aðilar einkaréttareðlis (félög, fyrirtæki, stofn- anir). Opinberar stofnanir, ríki, sveitarfélög, stj órnmálaflokkar og aði’- ir sambærilegir aðilar eru yfirleitt ekki taldir njóta verndar þessa ákvæðis, sbr. m.a. Hurwitz, Speciel del, bls. 302. Um óheimilar frá- sagnir af málefnum þessara stofnana, sjá 115. gr. alm. hgl. Um látna menn koma sérstök sjónarmið til athugunar. Efnisástæð- ur að baki 229. gr. eru einkum þær, að sum einkamál eru mönnum mjög viðkvæm. I öðrum tilvikum getur opinber birting raskað þjóð- félagsaðstöðu manns eða truflað lögmætar fyrirætlanir hans. Þessar ástæður eiga ekki við nema að takmörkuðu leyti, þegar um látna menn er að ræða, en almennt munu menn óska þess, að viðkvæm einkamál séu ekki kunngerð almenningi eftir lát þeirra. Áður fyrr var yfirleitt talið, að minning látinna manna nyti ekki verndar að þessu leyti, sbr. Krabbe, Borgerlig Straffelov, bls. 548. Hins vegar hafa yngri fræði- menn hneigzt að annarri niðurstöðu, sbr. Þórður Eyjólfsson, „Vernd á persónulegum hagsmunum, sem tengdir eru látnum manni“, Úlfljót- ur, 2. tbl. 1961, bls. 72—73; Hurwitz, Speciel del, bls. 302. Minna má einnig á æruvernd látinna manna skv. 240. gr. alm. hgl., en gagn- ályktun frá þeirri reglu er yfirleitt talin óheimil. Til er franskur dóm- ur, þar sem bann var lagt við birtingu á ástarbréfum látins manns, 165

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.