Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 3
rniAim- <s
Lö<;iiti:m\<.A
2. HEFTI 33. ÁRGANGUR OKTÓBER 1983
MÁL ER AÐ LINNI
[ umræðum um stöðu Háskóla íslands hefur verið bent á þá hættu, að hann
verði aðeins eitt af æðri skólastigum (college), en ekki háskóli (university),
universitas.
í umræðum um stöðu Hæstaréttar íslands hefur verið bent á þá hættu, að
hann verði aðallega áfrýjunardómstig (court of appeal), en ekki hæstiréttur
(supreme court), judicium supremum.
Báðar ábendingar tel ég réttar. Hin síðari er tilefni skrifa á þessum vett-
vangi.
í ritstjórnargrein í 2. hefti tímaritsins á siðasta ári vakti núverandi forseti
Hæstaréttar athygli á vanda réttarins á eftirminnilegan hátt. Tilgangur minn er
að fylgja orðum hans eftir, ef verða má.
Með I. nr. 67/1982 var hæstaréttardómurum fjölgað i átta og nýtt var heimild
í bráðabirgðaákvæði laganna um setningu þriggja dómara til viðbótar um til-
tekinn tíma árin 1982 og 1983.
Þessi skipan mála sætti opinberri gagnrýni, sem óþarft er að rifja upp, enda
rann setning dómaranna þriggja út 1. júlí s.l.
Ekki verður fjölyrt um hvernig þessi bráðabirgðaráðstöfun tókst til, heldur
látin í Ijós sú skoðun, að vandi réttarkerfisins verði ekki leystur með þessum
eða viðlíka hætti.
Vandinn er einkum fólginn í því að tryggja skjótvirkari meðferð siaukins
fjölda dómsmála án þess að réttaröryggi skerðist.
Málskotsmöguleiki er einn mikilvægasti þáttur réttaröryggis. Fyrir þv[ sýnist
nægilega séð með tveim dómstigum, þótt hið síðara sé ekki í öllum tilvikum
Hæstiréttur.
í mínum huga er ekki hlutverk hæstaréttar að sinna hvers konar málum,
heldur aðeins þeim mikilvægustu. Hann á að vinna að réttareiningu og vera að
vissu leyti stefnumarkandi.
Nægilega sýnist reynt, að ofætlan sé að Hæstiréttur geti rækt þessa megin-
skyldu, ef hann er jafnframt eini áfrýjunardómstóllinn. Þess vegna verður að
breyta dómstólaskipaninni.
1
57