Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 4
Þótt eflaust séu til margir möguleikar i þeim efnum og skiptar skoðanir um
lögréttufrumvarpið, verður ekki fram hjá þeirri staðreynd gengið, að það er
eina bitastaeða tillagan, sem fram hefur komið til úrbóta.
Að baki frumvarpinu liggur margra ára vönduð undirbúningsvinna. Það er
samið af færustu lögfræðingum. Margháttaðar breytingar hafa verið gerðar á
því til að koma til móts við gagnrýnisraddir. Það hefur fimm sinnum legið fyrir
Alþingi og verið rækilega kynnt í fjölmiðlum og á fundum lagamanna. Hér hef-
ur verið unnið að bestu manna yfirsýn og þeim verður einfaldlega að treysta.
Því er nú mál að linni. Hafi stjórnmálamenn ekki upp á annað og betra að
bjóða, ber þeim að taka lögréttufrumvarpið til efnislegrar umfjöllunar á Al-
þingi og afgreiða það. Auðvitað geta komið fram ágallar, en á þá reynir ekki
fyrr en í framkvæmd. Þá er að breyta lögunum.
Lögréttufrumvarpið var samið á vegum dómsmálaráðuneytisins. Frumkvæð-
ið á því að koma frá dómsmálaráðherra. Honum ber skylda til að losa málið
úr þeirri sjálfheldu, sem það er komið í.
Við búum í fámennu þjóðfélagi og verðum að miða athafnir okkar við það.
í Hæstarétti eiga hér eftir eins og hingað til að sitja færustu lögfræðingar lands-
ins. Þvf færri sem dómararnir eru þeim mun betra ætti úrvalið að vera.
Verði Hæstarétti gert kleift að sinna eingöngu raunverulegu hlutverki slíks
dómstóls má fækka dómurum. Þannig fengist t.d. meiri festa í fordæmi. Árið
1984 öðlast tveir núverandi dómara rétt til lausnar frá störfum og aðrir tveir
árið 1986. Framkvæmdin er því auðveld. Ég held þeir ættu að vera fimm.
Björn Þ. Guðmundsson
58