Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 5
t GUÐMUNDUR ÓLAFS Hinn 1. júlí s.l. andaðist Guðmundur Ólafs bankastjóri á Borgarspítalanum í Reykjavík. Hann hafði lengi kennt þess sjúkdóms, er að lokum leiddi hann til dauða. Var honum í blóð borin karlmennska og æðruleysi, sem mjög reyndi á í samskiptum við hinn banvæna sjúk- dóm. Guðmundur var fæddur í Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi hinn 6. september 1906 og var því tæplega 77 ára, er hann andaðist. Faðir hans var Björn Ólafsson, er tók upp ættarnafnið Ólafs. Var hann alkunnur dugnað- arforkur, skipstjóri og útvegsmaður. Móðir hans var Valgerður Guðmundsdóttir frá Nesi á Sel- tjarnarnesi. Guðmundur gekk menntaveginn eins og það er kallað, tók stúdentspróf árið 1925 og embættispróf ( lögfræði árið 1930, hvort tveggja með góðri 1. einkunn. Hann réðst sem lögfræðingur til Útvegsbanka islands h.f. í maí 1930, ný- kominn frá prófborðinu. Mæddi strax mikið á honum. Kom sér þá vel góð greind hans og dugnaður, sem var honum í blóð borin. Hann var fljótur að átta sig á hlutunum og afgreiddi hvert mál án tafar ,en lét þau ekki hrannast upp óafgreidd. Guðmundur var hár og spengilegur, kvikur í hreyfingum, broshýr og hinn höfðinglegasti í útliti. Vegna alúðlegrar framkomu og hjálpsemi varð hann brátt mjög vinsæll hjá viðskiptavinum bankans og samstarfsfólki sínu í bankanum. Eftir að bankastjórarnir Jón Ólafsson og Jón Baldvinsson önduðust í ágúst 1937 og í mars 1938, var Helgi Guðmundsson einn bankastjóri í Útvegsbanka íslands h.f. til 4. nóvember 1938. Mæddi þá sérstaklega mikið á Guðmundi sem aðallögfræðingi bankans við stjórn hans, og var hann þá önnur hönd aðalbankastjórans. Fórust hon- um þau störf hið besta. Töldu þvf flestir, að Guðmundur yrði fyrir valinu, er bankastjórar, einn eða fleiri, yrðu valdir við hlið Helga, enda naut hann sér- staks trausts hans. En eins og oft áður réðu stjórnmálamennirnir þar lögum og lofum. Naut Guðmundur ekki náðar þeirra og voru aðrir menn ráðnir. Guðmundur starfaði sem aðallögfræðingur bankans til 1. janúar 1956, er hann tók við bankastjórn í Iðnaðarbanka íslands h.f. og gegndi því starfi til ársloka 1964. 59

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.