Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 6
Félagslyndur maður var Guðmundur og tók virkan þátt í mótun og fyrstu sporum Starfsmannafélags Útvegsbankans og Sambands íslenskra banka- manna. Var hann fyrsti varaformaður Starfsmannafélags Útvegsbankans og næstu ár ýmist í stjórn eða varastjórn félagsins. Hann var einnig í stjórn eða varastjórn Sambands islenskra bankamanna fyrstu ár þess og starfaði í ýmsum nefndum á vegum þess. Kynni okkar Guðmundar hófust 1937, er ég gerðist starfsmaður Útvegs- banka íslands h.f. og slðar lögfræðingur bankans. Féll mér strax vel við þennan glaðlega og gáfulega mann. Þar var ekki hrokanum fyrir að fara. Var óvenjulega gott til hans að leita, ef vanda bar að höndum við störfin í bank- anum eða persónulega. Ekki minnist ég þess, að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða þann tíma, sem við störfuðum saman í bankanum. Er sllkt mjög sjaldgæft í svo löngu samstarfi eða nálægt 20 árum. Mun ég ávallt minnast Guðmundar sem sanngjarns og réttláts yfirmanns og ágæts samstarfsmanns, sem var fús að leysa úr hvers kyns vanda og hafði vilja og hæfileika til þess að ráða fram úr erfiðleikunum. Vináttu okkar, er þróaðist er við fórum að kynnast, mun ég ávallt geyma í sjóði minninganna. Guðmundur Ólafs kvæntist eftirlifandi konu sinni, Elínu, dóttur Magnúsar heitins Sigurðssonar bankastjóra, hinn 12. nóvember 1932. Bjó hún manni sínum og börnum smekklegt og fagurt heimili að Tjarnargötu 37 í eigin húsnæði. Var vinum og vandamönnum þeirra hjóna og dætranna ávallt vel fagnað þar af mikilli gestrisni. Þau Guðmundur og Elín eignuðust fjögur börn: Magnús, er dó nokkurra vikna gamall 1933, Valgerði, sem gift er Magna Guðmundssyni tæknifræð- ingi, Bergljótu, sem er gift Ólafi Björgvinssyni tannlækni, og Ástríði, sem er ógift í foreldrahúsum. Jafnframt því, sem ég þakka Guðmundi ógleymanlegar samverustundir, sem aldrei bar neinn skugga á, sendi ég eiginkonu hans, dætrum og öllum eftirlifandi ættingjum og venslamönnum þeirra, mlnar innilegustu samúðar- kveðjur. Þormóður Ögmundsson 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.