Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 7
JÓN EDWALD RAGNARSSON Þann 10. júní sl. andaðist Jón E. Ragnarsson hrl. að heimili sínu. Hann var fæddur 24. des- ember 1936, sonur Matthildar Edwaldínu Ed- wald, dóttur Jóns Edwald á ísafirði. Var móðir Jóns í daglegu tali nefnd ína Edwald. Faðir hans var Agnar Norðfjörð hagfræðingur, sem rak kaupsýslu í Reykjavík til dauðadags 19. janúar 1982. ína Edwald giftist Ragnari H. B. Kristinssyni forstjóra árið 1940, en hann ætt- leiddi Jón og kenndi Jón sig við kjörföður sinn. Jón ólst upp á heimili móður sinnar og kjör- föður að Frakkastig 12, og var það heimili mjög rómað að myndarskap og gestrisni. Áttu æskufélagar Jóns þar margar og eftirminnileg- ar ánægjustundir enda varð Jón fljótt vinmarg- ur, og var vinahópur hans ærið margvíslegur, þótt skólafélagar væru þar í meirihluta. Jón var einn vetur í Menntaskólanum á Akureyri en stundaði menntaskólanám að öðru leyti í MR og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1957. Honum sóttist námið vel miðað við, að hann var ónískur á tíma sinn og tók á þessum árum mikinn þátt í félagslífi, m.a. lék hann í Herranótt. Þá las hann heilmikið auk námsbókanna, einkum um þjóð- félagsmál, og var hann prýðilega lesinn á því sviði. Að stúdentsprófi loknu settist hann [ lagadeild Háskóla íslands, en jafn- framt var hann blaðamaður við Morgunblaðið og hafði á hendi ýmis störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem að hann gaf sig auk þess mjög að félags- málum stúdenta þá þegar og öli háskólaárin, teygðist nokkuð úr laganáminu, en embættisprófi i lögfræði lauk Jón í janúar 1966 með 1. einkunn. Var í rauninni merkilegt hvað hann kom mörgu f verk á þessum árum, en Jón var fljótvirkur og átti gott með að ná tökum á þeim verkefnum, sem honum voru falin á félagsmálasviðinu. Hann var t.d. formaður Stúdentaráðs eitt kjörtíma- bil, sat þá jafnframt sem fulltrúi stúdenta í háskólaráði, og ritstjóri Úlfljóts var hann 1960-61. Frá störfum sínum að félagsmálum stúdenta minntist hann sér- staklega samvinnunnar við Ármann Snævarr þáverandi prófessor og háskóla- rektor, sem hann mat þá og æ sfðan ákaflega mikils. Sem ritstjóri Úlfljóts var hann frumkvöðull að þeirri nýjung að láta Ijósrita torfengna árganga. Sjálfur ritaði hann lögfræðigreinar í blaðið, en það hefur jafnan talist til und- antekninga, að laganemar birti eigin ritsmíðar í blaði sínu. Minntist hann alls þessa með ánægju og hefði ritstjórn og blaðamennska áreiðanlega legið vel fyrir honum. Það var einmitt á þessum árum sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Var Jón þá orðinn æfður og snjall fundarmaður. Hér að framan er þess getið, að Jón lék í Herranótt á menntaskólaárum sínum, og hann kunni ævinlega vel við sig I sviðsljósinu. Var hann hugmyndaríkur og mælskur í ræðustól og

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.