Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 17
ferli manna með reglum og dómstólum, sem beita reglunum og túlka þær. Fylgni við réttarríkið er sérstakur kostur laga og réttar, og senni- lega einna mikilvægasti kostur þeirra. Þessvegna er réttarríkið hið sér- staka og hið æskilega fyrirmyndarástand réttarins, og þá er skiljanlegt, hversvegna réttarríkið sé nokKuð, sem dómendur og lögmenn beri á- byrgð á öðrum mönnum fremur. Réttari'íkið er nauðsynlegt ef lögin eiga að virða mannlega reisn. Mannleg reisn er virt þegar menn eru taldir sjálfir geta skipulagt og skapað sína eigin framtíð. En ljúkum með því að koma aftur að spurningu, sem varpað var fram í upphafi. Ef réttarríkið er það ástand mála þegar réttarkerfið er í góðu heilbrigðu ástandi og starfar vel og eðlilega, er þá einnig unnt að nota lögin til illra verka? Getur réttarríki verið þar sem harðstjórn er? 1 þeirri mynd, sem hér hefur verið dregin upp af réttarríkinu mætti ætla að svo væri, þar sem þetta er formleg skilgreining á hugtakinu, það er skýrt eins og um kost tækisins sé að ræða, kost réttarins sem tækis, stjórntækis í samfélagi manna. En svarið hlýtur að vera, að harðstjórn- ir, eins og þeim er hér lýst, munu ekki virða réttarríkið, það setti alltof miklar hömlur á harðstjórnina í verkum hennar. Fyrir harðstjórana er enginn hagur og engin ástæða til að fylgja meginreglum réttarríkisins, og þess vegna gera þeir það ekki. Þó að mannleg reisn sé virt þegar meginreglum réttarríkisins er fylgt þá er ekki þar með sagt að virðing fyrir réttarríkinu sé trygging fyrir því að mannlegri reisn verði ekki misboðið eða að harðstjórar nái ekki völdum. Engin slík trygging er til, og virða verður fleiri gildi en réttai'- ríkið ef draga á úr hættu á slíku á öllum tímum, á öllum stöðum. En minnumst þess einnig, að það er hugmyndin um réttarríkið, sem getur krafist þess að vikið sé frá grundvallarreglum stjórnarskrár, í stjórn- skipulegum neyðarrétti, þegar í harðbakkann slær. Réttarríkið getur verið leiðarvísir í viðsjárverðum heimi, þótt ekki felist í því trygging gegn öllu illu. Ritgerð þessi var upphaflega stutt framsöguerindi flutt á málþingi Félags áhugamanna um heimspeki, um stjórnarskrá og stjórnskipunarhugmyndir, hinn 10. apríl 1983. Meginhugmyndirnar eru fengnar úr nýlegum skrifum fræðimanna um efnið, aðallega á Englandi. í ritgerð Joseph Raz ,,The Rule of Law and its Virtue“ (L.Q.R., apríl 1977) er rýnt í umfjöllun um réttarríkið í bók Hayeks, Leiðin til ánauðar, 6. kafla, (1943. ísl. þýðing, Reykjavík, 1980). i riti sínu Natural Law and Natural Rights (Oxford, 1980) tekur John Finnis fyrir réttarríkishugmyndir, og þar sérstaklega ritgerð Raz. Vísa ég til þessara rita vilji menn fá fyllri rök- 71

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.