Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 18
semdafærslur og athugasemdir en hér eru raktar. Til hliðsjónar er gott að hafa rit eftir S. I. Benn og R. S. Peters, Social Principles and the Democratic State, (London, 1959) og The Principles of Politics eftir J. R. Lucas, (Oxford, 1966). Ég þakka endurbætur á erindinu góðum athugasemdum og fyrirspurnum fundarmanna 10. apríl s.l., og ritstjóri tímaritsins, Þór Vilhjálmsson, hæstaréttar- dómari, veitti velþegnar ábendingar, meðan unnið var að handriti greinarinnar. í HÓPI LÖGFRÆÐINGA Hinn 1. nóvember 1982 lét Gunnlaugur Pétursson borgarritari i Reykjavík af störfum eftir að hafa verið i þjónustu höfuðborgarinnar í rúmlega 26 ár. Af þvi tilefni var tekin myndin hér að ofan, en þar eru með Gunnlaugi allir þá- lifandi borgarstjórar. Á myndinni eru talið frá vinstri: Dr. Gunnar Thoroddsen (borgarstjóri 1947—59), Auður Auðuns (1959—60), Geir Hallgrímsson (1959 —72), Gunnlaugur Pétursson, Birgir ísl. Gunnarsson (1972—78), Egill Skúli Ingibergsson (1978—82) og núverandi borgarstjóri Davíð Oddsson. Allir á myndinni eru lögfræðingar, að Agli Skúla Ingibergssyni undanskildum, en hann er verkfræðingur að mennt. Látnir voru 5 fyrrverandi borgarstjórar: Pétur Halldórsson bóksali (1935—40), verkfræðingarnir Knud Zimsen (1914—32) og Jón Þorláksson (1933—35) og lögfræðingarnir Páll Einarsson (1908—14) og dr. Bjarni Benediktsson (1940—47). 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.