Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 23
Stéttaþing skyldu vera fjögur og þau voru ráðgefandi. Konungur réð
því, hvort hann tók tillit til tillagna þeirra eða ekki. En nú brauzt út
umræða um stjórnskipunarmálefni. Blaðið „Fædrelandet" hvatti stétta-
þirigin til þess að senda konungi bænaskrár. Það orðaði hugmyndir um
aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds. Ungur maður, Jóhannes
Hage, gagnrýndi spillinguna í kansellíinu og var settur undir ævilanga
ritskoðun. Hinir frjálslyndu hertust þá í baráttunni fyrir stjórnarskrá,
sem gerði þjóðfulltrúasamkomu að æðsta valdi í ríkinu.
Danir bundu miklar vonir við Kristján konung 8. sem kom til ríkis
1839. Hann hafði verið konungur Norðmanna um hríð, einmitt þegar
Noregur lýsti sjálfstæði sínu með Eiðsvallastjórnarskránni 1814. En í
ljós kom að viðhorf hans höfðu breytzt. Hann var andvígur því að
Danir settu sér stjórnarskrá, en sá þó hættuna fyrir einingu ríkisins
sem í því fólst, að hertogadæmin myndu segja skilið við Danmörku og
ganga í þýzka bandalagið, ef engin breyting yrði á stj órnarháttum í Dan-
mörku. Prússland, forysturíki þýzka bandalagsins, var nefnilega alls
ekki eins mikið afturhaldsríki á þessum árum og margir vilj a vera láta.
Það var að vísu larigt frá að vera í fremstu röð frjálsra ríkja, en gat
jafnvel orðið betri kostur fyrir hertogadæmin, ef allt sæti við sama í
Danmörku. En þar höfðu íhaldsmenn töglin og hagldirnar, þ.e. aðall,
stórbændur og embættismenn. Þeir stóðu sem veggur gegn öllum breyt-
ingum á stjórnskipaninni. Þjóðfrelsismenn (de nationalliberale) sem
svo voru kallaðir, vildu halda ríkinu sameinuðu (eða a.m.k. koma í veg
fyrir að Slésvík segði sig úr lögum við Danmörku) með því að allt ríkið
fengi stjórnarskrá, sem viðurkenndi atvinnufrelsi, tjáningarfrelsi og
önnur borgaraleg réttindi. En þeir voru í stjórnarandstöðu og höfðu
lítil eða engin áhrif á æðstu stjórn ríkisins. Kristján 8. sá þó um síðir
að við svo búið mátti ekki standa og fól embættismanni um einum mán-
uði fyrir dauða sinn að semja skýrslu um stjórnarskrármál. En þann
20. janúar 1848 dó Kristján 8. og Friðrik 7. kom til ríkis. Vart var und-
irskriftin þornuð undir tilkynningu um þriggja manna stjórnarskrár-
nefnd frá 28. janúar 1848 er bylting braust út í París, bardagar í Aust-
urríki og á Italíu milli borgara og ríkisvalds. Frakkakonungi var steypt
af stóli og Metternich hraktist frá völdum. Þýzkt sambandsþing var
stofnað í Frankfurt. Þann 18. marz var kallaður saman fundur í Rens-
borg og kaus hann sendinefnd til að fara á fund konungs og setja fram
kröfur hertogadæmanna. Hugmyndir þjóðfrelsismanna fengu byr und-
ir báða vængi. Leiðtogar þeirra boðuðu til fundar í „Kasínó“ í Kaup-
mannahöfn og kom þangað múgur og margmenni. Aðalræðumaður þar
var Orla Lehmann, ungur, málsnjall og glæsilegur. Fundurinn sendi
77