Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 25
ráðið við þau verkefni sem það er kallað til að sinna samkvæmt sinni eigin hugmynd, sem er fyrst og fremst þjóðleg og stéttarlég eining, eining dönskumælandi og þýzkumælandi þegna konungsins (á íslenzku er auðvitað ekki minnzt) og eining milli stétta. Þetta verður aðeins gert með stjórnarskrá, þar sem skýrt er tekið fram hvert er hlutverk einstakra þátta valdstjórnarinnar og hvernig þeir skuli starfa saman. Þetta þýðir að einveldið hlýtur að þróast til að verða stjórnarskrárbund- ið einveldi. En það þýðir fyrst og fremst að einvaldurinn afsalar sér framkvæmdavaldi í hendur ríkisstjórnar sem tekur á sig ábyrgð á beit- ingu valdsins , og löggj afarvaldi í hendur þjóðkjörins þings. Þjóðhöfð- inginn getur þannig aflétt ýmsum takmörkunum á borgaralegu frelsi, svo sem ritskoðun og leyft þjóðarviljanum að streyma fram í frjálsum umræðum, en helgað sig hinu eiginlega takmarki ríkisins sem er að sameina þjóðina, svo að hún megi leysa mál sín í eindrægni. Hinir skap- andi kraftar þjóðarinnar vakna og frjálsir stjórnarhættir festast í sessi. Kjarnastétt þjóðfélagsins er miðstéttin, segir Monrad. En með orð- inu „miðstétt“ á hann við þá sem stjórna, embættismenn ríkisins og menntamenn, því að þannig skilgreinir Hegel orðið í § 297 Philosophie tles Rechts. I miðstéttinni er vitund ríkisins, segir þar, og því skiptir það höfuðmáli fyrir ríkið að þessi stétt öðlist sem bezta menntun. I þess- ari miðstétt kemur skynsemi þjóðarinnar (,,Folkefornuften“) í ljós, segir Monrad. Það er þessi stétt sem á að hafa rétt til atkvæða um mál þjóðarinnar. Hún er sú sem á að njóta kosningaréttar og kjörgengis. Kosningalög ber því að semja þannig að þessi stétt, og engin önnur, kjósi fulltrúa á þing og nái kosningu á það. Sérstaklega ber þess að gæta að ekki komi til afskipta bænda (sjálfseignarbænda og leiguliða) af stjórn- málum, þar sem þeir eru á því menningarstigi að þeir eru ekki fulltrúar fyrir hina pólitísku upplýsingu þjóðarinnar. Þessi hrái menntunar- snauði almúgi („den raa uoplyste Masse“) eyðir ævikröftum sínum í baráttu fyrir lífsnauðsynjum og andi hans fær ekki næði til að sinna málefnum föðurlandsins, — segir Monrad. Þetta er svipað og Aristóteles sagði um þræla, vinnumenn og verkamenn. 1 augum Monrads er almúg- inn mögulegur umbreytinga- og byltingakraftur, og ber því að koma í veg fyrir að hann fari að senda menn unnvörpum á þing. Þjóðfrelsi var, í augum hinna svokölluðu þjóðfrelsismanna, fyrst og fremst at- vinnufrelsi og pólitískt frelsi fyrir þá sem höfðu efni á menntun og frama. Ef almúginn átti að fá aðstöðu til að beita sér í pólitík, myndi hann fljótlega taka ráðin af þeim sem betur vita („dominere aldeles“). Af þessum forsendum leiddi svo hugmyndir Monrads um löggjafarsam- kunduna. 1 ríkinu átti að vera ein slík samkunda, en ekki aðskilin stétta- 79

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.