Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 26
þing, þar sem þau stuðluðu frekar að sundrung heldur en einingu ríkis- ins. Ríkisþingsfulltrúar áttu að bera hagsmuni þjóðar og ríkis fyrir brj ósti, ekki þrönga stctta- eða héraðshagsmuni. Framanaf studdi Mon- i-ad þing í einni deild, því að hann óttaðist að deildaskipt þing ætti erfitt með að koma sér saman, og yllti þannig sundrungu. Það yrði þá að setja reglur um það, hvor deildin mætti sín meir, og hvernig hún gæti knú- ið fram lausnir deilumála milli deildanna. En síðar (1848) hallaðist hann að deildaskiptingu, einkum þar sem þing í einni deild og með allvíðtæk- um kosningarétti hefði orðið lýðræðislegra en Monrad kærði sig um. Efri deild (senat) átti að virka til eftirlits eða sem hemill („regulator") en ekki til að sundra valdinu. Efri deild skyldi því vera konungskjörin án framboða, en neðri deild þing kjörinna fulltrúa. f endanlegum texta stjórnarskrárinnar var innleidd reglan um ráð- herraábyrgð. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarathöfnum, en konungur er ábyrgðarlaus. Þetta er það sem með öðrum orðum var kallað stjórn- arskrárbundið einveldi. Það er stjórnarskrárbundið vegna þess að vald- svið konungs, þings og framkvæmda- og dómsvalds er ákveðið með sér- stökum lögum (stjórnarskrá), en það er einveldi (monarki) vegna þess að þjóðhöfðinginn er eítir sem áður arfakóngur og sá hluti konungslaga frá 1665 sem fjallar um arfborinn rétt konungsættarinnar til krúnunn- ar er ekki niður felldur. Ákvæði stjórnarskrárinnar bera það þó með sér, að hún er málamiðlun milli einvaldskonungs, sem fellst á að fela ákveðn- um ríkisstofnunum hluta valds síns. Það sem mestu máli skipti var það að konungur skipaði ráðherra og veitti þeim lausn. Að öðru leyti er framkvæmdavaldið í höndum ráðherra, þótt í orði kveðnu sé mikið af því í höndum konungs. Svo er og um rétt konungs til afskipta af löggjöf. Það sem mestu varðar þar er réttur hans til að gefa út bráðabirgðalög milli þinga. Hann hefur í raun ekki synjunarvald. f 29. gr. segir ein- ungis, að samþykki konungs þurfi til að lagafrumvarp, samþykkt af Ríkisþinginu, öðlist gildi. Kosningarétt til þingsins höfðu allir þrítugir karlmenn sem voru sjálf- stæðir. Þeir sem ekki áttu bú og þjónuðu öðrum, svo og þeir sem höfðu þegið ölmusu af almannafé, nutu ekki kosningaréttar. Kjörgengir voru menn 25 ára til neðri deildar (Folketing) en 40 ára til efri deildar (Landsting) og höfðu ákveðnar lágmarkstekjur (122 Rbd eða greiddu minnst 200 Rbd. skatt). Þá er dómsvald skilið að frá öðrum greinum valdsins og dómurum gert að skyldu að dæma eingöngu eftir lögunum. Atvinnufrelsi er tryggt og eignarréttur lýstur friðhelgur. Þessi stjórnarskrá var svo samþykkt af stjórnlagaþingi og endanlega undirrituð af konungi þann 5. júní 1849. 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.