Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 28
og í júnístjórnarskránni, en konungur hafði rétt til að gefa út bráða- birgðalög og taka ákvarðanir óháð þinginu um ríkisútgjöld. Kristján 9. sem þá var nýtekinn við konungdómi hikaði við að undirrita þessa stj órnarskrá, enda varð raunin sú, að þýzku ríkin fóru með styrjöld á hendur Danmörku og leystu vandamál hertogadæmanna með hervaldi. Holstein, Lauenburg og Slésvík allt að landamærum við Konungsá gengu í þýzka bandalagið. Danmörk missti þannig einn þriðja landsvæðis rík- isins og eina milljón íbúa, og voru þessi landamæri í gildi til 1920. Þjóðfrelsismenn höfðu nú enn tapað orustu, og þjóðfrelsisákafi þeirra var ekki meiri en svo, að þeir vildu að nóvemberstjórnarskráin frá 1863 yrði samþykkt. En áhrif þeirra fóru minnkandi og smám saman hurfu þeir sem sérstakur hópur í dönskum stjórnmálum. Það voru bændavin- ir, þeir sem studdust við sjálfeignarbændur og almúgann í landinu, sem tóku upp baráttuna fyrir frjálsari stjórnarháttum og fyrir því, að júní- stjórnarskráin gengi aftur í gildi. Þessi flokkur fór að kalla sig vinstri- flokkinn. Á móti honum stóðu aðalsmenn og stóreignamenn, hægri flokkurinn, sem barðist sem lj ón gegn j únístj órnarskránni, og þá eink- um ákvæðum hennar um þingið og kosningarétt og kjörgengi til þess. 1 tvö ár stóð harður bardagi um stjórnarskrármálið, unz honum lauk með því að báðar deildir þingsins samþykktu endurskoðaða stjórnarskrá og var hún gefin út í júlí 1866. Þessi stjórnarskrá var svo í gildi til 1915. Vinstri menn voru andvígir henni og töldu að þjóðin ætti rétt á júní- stjórnarskránni óbreyttri. 1 þessari stjórnarskrá hélzt réttur konungs- valdsins til víðtækra afskipta af stjórn ríkisins. Samkvæmt 24. gr. hafði hann skýrt synjunarvald. Staðfesti konungur ekki lög, sem þingið hef- ur samþykkt, áður en næsta þing kemur saman, eru þau úr gildi fallin. Og skv. 25. gr. hafði konungur rétt til að gefa út bráðabirgðalög. Kon- ungur skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Ákvæðin um ráðherraá- byrgð voru óbreytt. f 48. gr. segir að leggja skuli fjárlagafrumvarp fyr- ir neðri deild (Folketing) þegar þing kemur saman. 49. gr. kveður á um, að enga skatta megi heimta áður en fjárlög eru samþykkt. Vinstri menn voru í meirihluta í neðri deild, en hægri í efri deild (Landsting). Neðri deild áleit að hún ætti að sjá um gerð fjárlaga, en hægri menn í efri deild neituðu því, og varð af þessu togstreita mikil um stjórnarfarsleg réttindi deildanna. I sjórnarskránni skorti ákvæði um, hvernig leysa skyldi úr slíkri deilu. (Þau voru ítarlegri í nóvemberstjórnarskránni). Vinstri menn sameinuðust um að stofna eiginlegan stjórnmálaflokk ár- ið 1870, „det forenede Venstre“. Þessi flokkur vakti máls á því, að þing- ræði væri í anda og stefnu j únístj órnarskrárinnar og að konungur ætti að velja ráðherra úr hópi þeirra sem voru í meirihluta á þingi. Þetta 82

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.